Fjölmiðlar stjórna alfarið þjóðfélagsumræðunni!

Halló!! er leigubílavandinn í miðborginni eitthvað nýr af nálinni??? Það mætti halda það því fjölmiðlar ræða þennan vandann eins og hann hafi aldrei áður verið nefndur.
Hvað varð til þess að sjónvarpinu fannst málið eitthvað áhugavert núna en ekki áður?
Jú, sagt var að einhver hefði vakið athygli á þessu mikla vandamáli?? Var það í fyrsta sinn eða hvað?
Því trúi ég eiginlega ekki. Ég minnist þess að oft áður hafi hinn almenni borgari reynt að vekja athygli á löngum biðröðum eftir leigubílum í miðborginni að næturlagi sérstaklega um helgar.  En akkúrat núna þóknast ríkissjónvarpinu að fjalla ýtarlega um málið. Guð einn má vita hvað veldur. Er gúrkutíð? Ólíklegt, núna í aðdraganda kosninga.
Þetta er gott dæmi um hversu gríðarleg völd fjölmiðlamenn virðast hafa. Ekki er betur séð en að þeir stjórni að mestu  hvað er á dagskrá hverju sinni og hverjir eru inni á hverjum tíma. Þetta minnir allt of mikið á fullkomnar geðþóttaákvarðanir. Við hin bara dinglum með, opnum fyrir fréttirnar, hvað annað?
Líklega er ekkert starf eins valdamikið og fjölmiðlastarfið.
Hvað finnst okkur annars um þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nokkuð ljóst að fjölmiðlamenn ráða mikið til um hvað ber hæst í umræðunni. Það hefur margoft sést.  Eins og til dæmis þegar eitthvað snýr að þeim sjálfum, þá er járnið hamrað meðan það er heitt og gert að stórmáli. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2007 kl. 20:28

2 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Mér dettur í hug hvort einhver hafi jafnvel bloggað um leigubílavandann og þess vegna hafi Sjónvarpið farið að fjalla um þetta núna. Bara ágiskun hjá mér. 

Það ætti að vera hægt að leysa þetta leigubílamál á einfaldan hátt. Hvað t.d. með alla strætisvagnana sem standa yfirgefnir út á Kirkjusandi á næturnar? Það hlýtur að vera hægt að nýta þá í þetta og gefa fólki þar með val um ferðamáta. Fólk væri örugglega til í að borga eitthvað aðeins hærra strætógjald á næturna og komast þannig heim til sín á ódýrari hátt en í leigubíl. 

Björg K. Sigurðardóttir, 4.3.2007 kl. 21:19

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Veit ekki um fjölmiðlastarfið, en hitt er öruggt sð fjölmiðlarnir eru það.

Kv. SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 5.3.2007 kl. 04:41

4 Smámynd: Maron Bergmann Jónasson

Ástæðan fyrir því að leigubílaröðin var sérstaklega löng nú um helgina var sú að í röðinni virtist vera óvenju mikið af illa drukknu fólki sem var að stofna til leiðinda við alla í kringum sig og leigubílstjórana þar með.

Um hverja helgi eru unnar skemmdir á nokkrum leigubílum í leigubílaröðinni líkt og núna um helgina, þá hætta einfaldega leigubílarnir að sýna sig í röðinni og taka frekar túra í úthverfunum þar sem lætin eru minni. 

það hlýtur að gefa augaleið að menn eru ekki að setja atvinnutækin sín í hættu með því að fara í leigubílaröðina og sitja kannski uppi með mörghundruð þúsund króna tjón á bílnum af því illa drukknum einstakling líkar ekki þjónustan

"Leigubílaskorturinn" skrifast því ekki einungis á of fáa leigubíla heldur einnig á einstaklinga sem kunna ekki að haga sér með víni. 

Maron Bergmann Jónasson, 5.3.2007 kl. 16:30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband