Einelti á vinnustöðum

13_textEinelti á vinnustöðum
Helstu mistök stjórnanda:
•Stjórnandi/atvinnurekandi lætur sig þessi mál litlu varða og hunsar að ræða um samskiptareglur
•Engin gögn s.s. viðbragðsáætlun/tilkynningareyðublað aðgengileg, ekkert eineltisteymi á staðnum

Helstu mistök eineltisteymis:
•Fer af stað með vinnslu án þess að kvörtun sé nægjanlega skýr
•Aflar ekki nauðsynlegra upplýsinga, undirbýr viðtöl illa
•Dregur ótímabærar ályktanir, búin að ákveða hvernig er í pottinn búið
•Gætir ekki að öryggi þolanda á staðnum á meðan á vinnslu stendur
•Dregur úrvinnslu á langinn í þeirri von um að vandinn ,,hverfi”
•Ræðir ekki við geranda um EFNI kvörtunarinnar
•Er meðvirkt þeim sem kvartað er yfir, leyfir reiði/afneitun hans að slá sig út af laginu, leyfir honum að taka stjórnina á vinnsluferlinu og gera það að sínu
Missir sjónar af umkvörtunarefninu

FRÆÐSLA Í BOÐI byggð á hugmyndafræði bókarinnar EKKI MEIR:
Fyrir vinnustaði/fyrirtæki
Fræðsluerindi um einelti á vinnustað. Beint er sjónum að forvarnarvinnu á vinnustað og farið yfir helstu birtingamyndir eineltis og kynbundins ofbeldis. Varpað er ljósi á algengar orsakir neikvæðrar framkomu fullorðinna í garð annars aðila og hvað oft einkennir persónur og aðstæður þolenda annars vegar og gerenda hins vegar. Raktir eru verkferlar og verklagi miðlað sem einkennir fagleg vinnubrögð við úrvinnslu eineltismála á vinnustað.

Markmiðið með fræðslunni er að hjálpa vinnustöðum/fyrirtækjum að verða sem mest sjálfbær í þessum málum í það minnsta geta gripið sem fyrst inn í áður en málið verður enn flóknara og umfangsmeira.

Þekkir þú svona yfirmann (grein)

http://www.kolbrunbaldurs.is/thekkir-thu-svona-yfirmann


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband