Rosaleg harka þarna í USA, við þurfum að vinna að því að fá Geir framseldan

Kastljósið: Ameríkanar eru með mikið harðara dómskerfi en við hér á Íslandi. Skrifræðið er mikið og ósveigjanlegt. Ég bjó þarna í 5 ár og upplifði oft þessa stífni. Stundum var hvorki hægt að rökræða né útskýra. Ég minnist þess eitt sinn að hafa verið skráð í rangan áfanga. Það tók mig alla önnina að fá það leiðrétt. Í raun gerðist það ekki fyrr en eiginmaður minn mætti á staðinn og ræddi við skrifstofustjórann sem málið leystist endanlega. Þá var ég margsinnis búin að reyna að ræða við skrifstofustúlkurnar en án árangurs.
Ég finn mikið til með þessum manni,  honum Geir,  sem búinn er nú þegar að afplána 8 ár og á eftir 7 áður en hann á möguleika á að fá sig lausan. Brotið var alvarlegt því er ekki að neita en þetta er ekki í neinu samræmi við réttarkerfið hér á Íslandi.  Ég vil sérstaklega hrósa umsjónarmanni og fréttamönnum Kastljóss fyrir góða og vel unna umfjöllun. Vona að það skili einhverju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki hvort er verra, okkar réttlæti eða þeirra. Hjá okkur eru mörg dæmi um að hættulegum ofbeldismönnum sé sleppt lausum og þeir halda áfram að misþyrma og limlesta saklausa borgara. Bandaríkjamenn reyna þó að vernda almenning fyrir svona lýð. Ég hef meiri samúð með fórnarlambi þessa Geirs, hvernig skyldi hann hafa það Sigmar? Nei, Geir þessi er best geymdur þar sem hann er, hann limlestir ekki fleiri á meðan

Sigurður Sverrisson

Sigurður Sverrisson (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 21:02

2 Smámynd: Maron Bergmann Jónasson

Af hverju eigum við að vera að reyna að fá fanga framselda sem sitja inni erlendis, að vísu er málið með Geir öfgakennt eins og svo margt sem viðkemur kemur Bandaríkjunum.

En fangar sem sitja inni erlendis brutu af sér erlendis svo afhverju á að nota okkar skattpeninga til að fjármagna þeirra afplánun hér á landi.

Það hlýtur að bera nokkuð sterkum brotavilja merki að ferðast um hálfan hnöttin til að ná í eiturlyf líkt og þessir tveir sem sitja inni í Brasilíu.

En þegar menn brjóta af sér erlendis þá hljóta þarlend yfirvöld að vera í fullum rétti að ákveða hvað verður um brotamanninn hvort þau framselja eða láta hann taka út refsinguna þar í landi.

Maron Bergmann Jónasson, 6.3.2007 kl. 21:02

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Maron, þessum skattpeningum er vel varið og líka allri betrunarvinnu!

Hvernig er hægt að dæma svona hart eitthvað sem við skiljum ekki? 

Kolbrún hefur alveg rétt fyrir sér, við þurfum að vinna í að fá Geir framseldan! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.3.2007 kl. 21:28

4 Smámynd: Jens Guð

Hafa ber í huga að Bandóðuríkin eru ekki eitt land heldur sambandsríki margra ólíkra ríkja.  Þó að alríkislög gildi um eitt og annað þá hefur hvert ríki fyrir sig sín ríkislög.  Þau eru gjörólík á milli ríkja.  Svo dæmi sé tekið þá eru opinberar aftökur í sumum ríkjum en öðrum ekki. 

Að mörgu leyti eru Suðurríkin líkari frumstæðum 3ja heimsríkjum en þróuðum lýðræðisríkjum.  Þetta á m.a. við um skrifræðið og fangelsismál.  Í mörgum fangelsum þarna ríkir algjör villimennska.  Lífið innan veggja þessara fangelsa gengur út á nauðganir,  misþyrmingar,  slagsmál og dráp. 

Verulegur hluti fanganna kemur snarklikkaður og stórhættulegur út í þjóðfélagið að lokinni fangavist.  Á meðan afbrotamenn á Íslandi teljast 35 á hverja 100.000 íbúa og hlutfallið er lítið eitt hærra í nágrannalöndunum þá eru í Bandóðuríkjunum 700 glæpamenn á hverja 100.000 íbúa. 

Jens Guð, 6.3.2007 kl. 23:46

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Enda horfir maður varla svo á bíómynd eða sjónvarpsefni frá Bandóðuríkjunum að ekki komi glæpir af einhverju tagi við sögu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.3.2007 kl. 10:05

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já það er mikið sem við getum lært að gera ekki ,sem þeir gjöra þarna i USA,Ekki bara i Dómsmálum heldur lika öðrum málum,eg spyr bara af hverju eru ekki Islenskir Rikisborgara sem af ser brjóta erlendis ,skaffaðir Lögfræðingar eins og á Islandi væru þeir????það hefði breitt þessum malum mikið/HallGamli

Haraldur Haraldsson, 7.3.2007 kl. 10:55

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Íslendingar eiga rosalega stóran greiða inni hjá Bandaríkjamönnum fyrir að hafa leyft þeim að setja okkur á þennann hræðilega lista yfir viljugar þjóðir. 

Sigurður Þórðarson, 7.3.2007 kl. 15:35

8 Smámynd: Jón Svavarsson

Enn eitt "Malaga" dæmið???

Nær væri að skora á BNA að halda alþjóðasamþykktir og tryggja það að vel sé búið að föngum á mannúðlegan hátt. þeir sem hafa verið framseldir til Íslands hafa flestir lagst í skálmöld eftir komuna heim, því miður er mörgum þeirra ekki viðbjargandi. 

Jón Svavarsson, 13.3.2007 kl. 10:27

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband