Vorið í nánd

Nú fer sól hækkandi, dagamunur er á birtu og brátt er vorið komið. Á þessum tíma fer maður að hlakka til sumarsins, komast í bústaðinn, sinna gróðrinum og planta trjám og blómum. Ég er þó ekki sú sem er með grænu fingurnar á þessum bæ, heldur er makinn sérfræðingur á sviðinu, kappsamur og verklaginn. Búið er að setja niður um 30 þúsund plöntur þar sem sumarbústaðurinn er nú á lokastigi byggingar. Þetta hefur jú tekið all mörg ár og er nú orðið gríðarlega stórt ræktað svæði með fjölmörgum tegundum tjáa, blóma og belgjurta. Gaman væri að eiga umræðu um þessi mál ef meðal bloggvina leynast áhugamenn um ræktun. Aldrei að vita nema góðar hugmyndir dúkki upp.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mín elskuleg ég er bókstaflega græn í gegn.  Garðyrkjustjóri bæjarins míns og garðplölntuframleiðandi, og áhugamaður um alla ræktun.  Só.......................

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2007 kl. 16:09

2 Smámynd: Karl Gauti Hjaltason

  Ræktun er afar skemmtileg og gefandi iðja og ég er rétt að byrja.

Karl Gauti Hjaltason, 17.3.2007 kl. 02:18

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband