Dýr aflífuð áður en farið er í frí

Þetta er fyrirsögn á frétt í Fréttablaðinu í dag. Manni finnst þetta hreint ótrúlegt. Getur verið að einhverjir séu svo miklir tækifærissinnar að eiga dýr t.d. yfir veturinn og aflífa þau svo fyrir utanlandsferðina. Auðvitað er alls konar fólk til, þetta er bara eitthvað svo ljótt og óþarft.  Mér finnst að hver og einn ætti að spyrja sig áður en hann ákveður að eignast gæludýr hvort hann í fyrsta lagi sé hæfur til að annast dýrið og í öðru lagi hvort hann sé tilbúinn til að færa fórnir hvort sem það eru peningafórnir eða annað. Oft er þetta kannski bara spurning um peninga, fólk tímir ekki að borga fyrir gæsluna. Það fylgir því ábyrgð að eiga dýr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Þetta er því miður ekkert nýtt.  Ég vann á dýraspítalanum sumarið '86 og þá tíðkaðist þetta mjög :'(.   Ég mun aldrei skilja þessa grimmd og að sjálfsögðu fylgir því mikil ábyrgð að eiga dýr.  Dýr eru ekki leikföng sem maður hendir frá sér þegar maður fær leið á þeim.  En því miður hugsa ekki allir svona.  

kv. Ester

Ester Júlía, 14.3.2007 kl. 09:36

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já  þetta er er svakalega mikil grimmd sjálf átti ég hund sem ég elskaði mikið en hún dó  er ekki en búin að ná mér ég skil ekki fólk sem geri sona lagað dýr er ekki leikföng  þetta fólk ætti að skammast sín.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.3.2007 kl. 10:20

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er því miður alveg rétt, það er líka það sem við köllum sumarbústaðar kettir, við förum í sumarhúsið, fáum okkur kettling, en þegar sumarið er búið, þá verður kisi að sjá um sig sjálf, því við búum í borg, þar sem ekki er hægt að hafa dýr !!! svona er nú mannskeppnan oft eigingjörn og hugsunarlaus.

ljós

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.3.2007 kl. 11:05

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Mér finnst þetta ekkert skrýtið miðað við hvernig fólk er í dag, það hugsa allir um sig, allir vilja fá allt og svo þegar á reynir að þurfa að gera eitthvað (fá pössun fyrir köttinn), þá bara nennir enginn að standa í því. Ég veit um eina sem fór á fullt í það síðasta vor að losa sig við köttinn því hún átti von á 2 ferðum til útlanda

Inga Lára Helgadóttir, 14.3.2007 kl. 15:07

5 Smámynd: halkatla

þetta er óhugnanlegt og fólk sem gerir svona er til skammar.

vinkona mín er að fara að passa kött í sumar og er rosalega spennt, hún er að hjálpa konu sem þarf að fara til útlanda og vantar pössun fyrir sinn kött, mér fannst þetta bara einsog hver önnur aðstoð en þetta er greinilega miklu meira en það. Þeir sem hlaupa svona undir bagga geta hreinlega verið að bjarga lífi dýranna. Mín kisa þarf að fara í kattholt í sumar og ég er alveg miður mín, mig langar ekki að fara frá henni en Kattholt er líklega besti pössunarkosturinn.

halkatla, 14.3.2007 kl. 15:30

6 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Það er ótrúlega - Allt TIL - í þessu samfélagi margbreytileikans, það er ekkert sem kemur orðið á óvart lengur -- greinilega er þetta ekkert mál fyrir suma og held endilega að það sé ekkert að heldur nema að því við merkjum það þannig út frá okkur sjálfum. Ég t.d. gæti þetta ekki en ég er ég, hinir eru ekki eins.

Vilborg Eggertsdóttir, 14.3.2007 kl. 16:05

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Kolbrún þú ert kuteis manneskja og segir: Getur verið að einhverjir séu svo miklir tækifærissinnar.

Mig langar að nota orð eins og kvikindislegt kólk, samvidkulaust, ósvífið, illa innrætt osfr. svonalagað á að vera hægt að kæra.

Sigfús Sigurþórsson., 14.3.2007 kl. 18:30

8 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þetta er vel þekkt fyrirbæri erlendis, ég haf starfað mikið erlendis og veit að ferðamenn laða að sér dýr af götunni og jafnvel kaupa sér gæudýr ala þau vel í 3 vikur upp í mánuð og kasta þeim svo frá sér þegar fríið er á enda, þetta er ekki gott.

María Anna P Kristjánsdóttir, 14.3.2007 kl. 18:36

9 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæl Kolbrún. Æ. þetta var svo sorglegt að heyra, en er því miður ekkert nýtt í sjálfu sér. Þetta er svo grimmt. Mannvonskan er svo mikil að maður á ekki orð!

Sveinn Hjörtur , 14.3.2007 kl. 21:46

10 identicon

Þetta er nú allveg rétt svona kemur fólk fram við dýrin. Það eru þrjú ár síðan að ég fann á flækingi Labrador tík sem hafði að öllum líkum verið sleppt hér á staðnum. Ég tók hana að mér og er hún hér enn

Eyrbekkingur (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 23:49

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mig langar nú til að velta upp þeirri spurningu hvernig foreldrar er fólk sem hugsar svona ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2007 kl. 10:11

12 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Góður punktur Ásthildur. Held samt að svona fólk ef má orða það svo geti jafnvel verið ágætis foreldrar en hvað þetta varðar þá eru þeir hrikaleg fyrirmynd fyrir börnin sín. Hætta er á að börnin taki upp eftir þeim, beri litla virðingu fyrir lífi og líðan dýra. Finnst þau góð meðan hægt er að hafa gaman af þeim en um leið og þarf að hafa fyrir þeim þá henda þeim eins og gömlu drasli.

Kolbrún Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 16:04

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það eru hrikalega vond skilaboð fyrir litla fólkið upp á framtíðina. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2007 kl. 16:24

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband