Kynferðislegt áreiti á sundstöðum

Héraðsdómur Vesturlands dæmdi nýverið karlmann til tólf mánaða fangelsisvistar fyrir að leita á ungar stúlkur þegar þær voru við leik í sundi. Á námskeiðum sem ég hef haldið fyrir starfsmenn sundlauga höfum við einmitt verið að fara í þetta efni. Kynferðislegt áreiti á sundstöðum getur verið erfitt að koma auga á, hvað þá að sanna og myndi ég halda að það sé algengara en margan grunar. Hvað er það við sundstaði sem hugsanlega laða gerendur að?
Á sundstaði koma jú saman mörg börn á öllum aldri. Í sundi eru mörg tækifæri til að áreita; t.d. klípa í, káfa og nudda sér upp við annan aðila undir yfirborði vatnsins. Algeng dæmi eru líka að gerendur rekist „óvart“ í og lendi þá „óvart“ á viðkvæman stað osfrv.
Þættir sem laða gerendur að:
Þeir geta hagað sér eins og börn
Starfsmenn eiga erfiðara með að hafa eftirlit og yfirsýn
Auðvelt er að fela sig bak við nafn- og klæðaleysi
Auðvelt er að komast í líkamlega snertingu

Ástæðan fyrir því hversu erfitt getur verið að hafa auga með þessu er að ekki er alltaf hægt að álykta hvort hinn fullorðni þekki barnið eða hvort kynnin hafa átt upptök sín í sundlauginni og staðið þá jafnvel yfir í einhvern tíma. Gerandi hefur þá náð að mynda traust við barnið sem grunar ekki annað en að þarna sé hættulaus einstaklingur á ferð.
Hvaða börn eru í áhættu?
*Börn sem eru félagslega einangruð
*Börn sem lögð hafa verið í einelti
*Börn sem hafa lágt sjálfsmat/brotna sjálfsmynd
*Börn sem skortir hlýju, umhyggju og athygli
*Börn sem eiga við einhverskonar fötlun að stríða.

Hvað geta starfsmenn gert? Starfsmenn eru að sjálfsögðu með vökult auga og grípa inn í ef grunur er um eitthvað vafasamt liggur fyrir. Eins ef barn kemur og segir frá þá skal undantekningalaust kanna málið. Mikilvægt er að góðar verklagsreglur liggi fyrir á sundstöðum um hvernig bregðast skuli við uppákomum sem þessum. Gríðarlega mikilvægt er að foreldrar fræði börn sín um þessa hættu þannig að þau læri að meta aðstæður standi þau frammi fyrir tilvikum sem þessum. Eins að hvetja börn til að láta vita, segja frá hafi þau orðið fyrir áreiti af einhverju tagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Mæli með að þessi færsla verði send útprentuð öllum sundstöðum á landinu.

Sigfús Sigurþórsson., 17.3.2007 kl. 11:57

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg er þarna á sama máli og Partnes/ Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 17.3.2007 kl. 15:45

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég er á sama máli og Partners, þetta er eitthvað sem virkilega þarf að athuga, getur verið að perrar sækja sundstaði til þess að stunda iðju sína. Ég hugsa til hryllings, því ég á strák sem æfir sund og er um þessa helgi að taka þátt í Íslandsmeistarmótinu sem fer fram í Laugardalslaug.

María Anna P Kristjánsdóttir, 17.3.2007 kl. 18:54

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hugsaði eimmitt það sama og fyrri ritarar þegar ég las bréfið. Inn á alla sundstaði, það er alltaf verið að skipta um starfsfólk!

Gott innlegg.

Edda Agnarsdóttir, 18.3.2007 kl. 09:54

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband