Nýliðun í stjórn Barnaheilla- Save the Children á Íslandi

 

Ný stjorn BarnaheillaÁ aðalfundi Barnaheilla, þriðjudaginn 11. maí sl. gengu nýjir inn í stjórn þeir Már Másson, Ólafur Guðmundsson og Bjarni Karlsson.

Í stjórn sitja sem fyrr Kolbrún Baldursdóttir, formaður, Sigríður Olgeirsdóttir, varaformaður, María Sólbergsdóttir, Þórarinn Eldjárn, Helga Sverrisdóttir, Guðrún Kristinsdóttir og Gunnar Hrafn Jónsson.

Barnaheill- Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem stofnuð voru árið 1989. Þau eiga aðild að Save the Children International en að þeim standa 30 landsfélög sem starfa í 120 löndum. Samtökin hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu sínu starfi og eru helstu áherslur barátta gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og að rödd barna heyrist betur í íslensku samfélagi.

Á myndinni eru frá vinstri:
Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri og stjórnarliðarnir: Már Másson, Helga Sverrisdóttir, Ólafur Guðmundsson, Guðrún Kristinsdóttir, Kolbrún Baldursdóttir, formaður, Þórarinn Eldjárn, María Sólbergsdóttir og Bjarni Karlsson. Á myndina vantar Gunnar Hrafn Jónsson og Sigríði Olgeirsdóttur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband