Miðborg auðkýfinga og ferðamanna, ekki lengur miðborgin mín

Annað höfuðmálefni Flokks fólksins er að allir geti fengið þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði. Kolbrún segir að sú þéttingarstefna sem rekin er af meirihlutanum nú sé ekki gerð fyrir hinn almenna borgara og þá sem haldið er hér í fátækt.

„Við sáum í fréttum að það er verið að byggja fjögur hundruð milljóna króna íbúðir með útsýni að Hörpunni. 101 er ekki lengur miðborgin mín. Ég er alin upp í Vesturbænum og lék mér í kringum Tjörnina. Þessi miðborg er aðeins fyrir auðjöfra og ferðamenn. Við hin, hinn sauðsvartur almúginn, getum verið annars staðar. Kannski einhvers staðar í tjaldi, þó ekki lengur í Laugardalnum.“

Hvar viljið þið byggja?

„Hvar sem hægt er að byggja. Það vantar íbúðir á við heilan Mosfellsbæ Það er neyðarástand í húsnæðismálum og það þarf neyðaraðgerðir, rétt eins og í Eyjagosinu og þegar við byggðum upp Breiðholtið á sínum tíma. Það er til nóg af lóðum innan borgarmarkanna.“

Hvernig á að fjármagna alla uppbygginguna?

„Ég hef áður vísað til þess að við viljum samvinnu við lífeyrissjóði og ríkið. Ef allir leggjast á árarnar þá munum við lyfta algjöru grettistaki í því að koma fólkinu okkar í öruggt skjól. Þessi sérstaka uppbygging félagslegs húsnæðiskerfis mun ekki einkennast af græðgisvæðingu heldur verður hún algjörlega óhagnaðardrifin. Kjörorðið okkar er Fólkið fyrst.“

Bent hefur verið á að nágrannasveitarfélög beri einnig ábyrgð og Kolbrún tekur heilshugar undir það. Hún segir að borgin geti þó ekki vikist undan ábyrgð með því að benda á vankanta annars staðar. Stefna Flokks fólksins er skýr í þessum efnum, það er að sameina eigi öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, til að samrýma kerfi og minnka yfirbyggingu.

„Við getum ekki haft bæjarfélög fyrir útvalda eins og til dæmis Seltjarnarnes og Garðabæ. Álagið lendir þá af meiri þunga á Reykjavík sem er ekkert annað en mismunun. Ég held að það verði stutt í að þetta komist til tals á Alþingi.“

Kolbrún vill minnka flækjustigið hjá stjórnsýslu borgarinnar, fækka nefndum og einfalda kerfið. Borgarstjóri beri á endanum ábyrgðina en langar boðleiðir til hans og úrvinnsluferli þar sem einn bendir á annan valdi óréttlætanlegum töfum á málefnum þeirra sem reiða sig á kerfið.

_MG_2358


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband