Dýraníð ZERO TOLERANCE!!!!

Það er fátt sem veldur mér eins miklum viðbjóði og andlegri vanlíðan og dýraníð. Ég get ekki horft á myndir af slíku en bregði fyrir frétt af dýraníði er dagurinn ónýtur hjá mér og oftast nær nóttin á eftir líka. Ég verð algerlega miður mín, fyllist brjálaðri reiði, fer að gráta, mér verður óglatt, get ekki um annað hugsað en get ekkert gert í stöðunni. Ég spyr mig stöðugt hvers konar mannvera getur gert svona? Hver hefur það í sér að pynta sér til gamans ómálga, varnarlausar lífverur sem eiga allt undir okkur mannskepnunni? Um orsakir? Það eitt tel ég víst að sá fullorðinn einstaklingur sem þetta gerir er ýmist alvarlega andlega sjúkur eða illur nema hvort tveggja sé. Þeir sem gera svona af barnaskap, í fíflagangi eða af því þeir eru áhrifagjarnir eiga eftir að líða illa þegar þeir hafa fengið ögn meiri þroska. Sé um að ræða börn má telja víst að þeim líður hræðilega illa með sjálfa sig af einhverjum orsökum, innri og/eða ytri. Ég hef margsinnis hitt fólk sem gerði svona lagað á yngri árum og gæfi mikið til að hafa ekki gert þetta því samviskan er að drepa það. Minningin um svona viðbjóðslegar gjörðir elta jafnvel alveg fram á grafarbakkann. Við verðum að reyna að gera allt til að sporna við svona löguðu. Ef við höfum einhvern grunaðan eða verðum vitni af svona löguðu þá að reyna að ná til hans, ræða við hann, fá aðstoð fyrir hann, vakta hann..., láta Matvælastofnun eða lögreglu vita. ZERO TOLERANCE!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband