Af hverju mátti þessi blettur ekki fá að vera í friði?

Málefni Víkurgarðs hafa verið í umræðunni upp á síðkastið. Á þessum bletti skal rísa enn eitt hótelið.

Flokkur fólksins leggst gegn því að byggt verði hótel á þessu svæði. Víkurgarður og nánasta svæði þar í kring hefði átt að fá að vera í friði enda svæði sem er mörgum kært. Gróðavon og  stundarhagsmunir er það sem virðist ráða för hér á kostnað staðar sem er helgur og hefur tilfinningalegt gildi fyrir marga. Af hverju mátti þessi litli blettur ekki fá að vera í friði og þeir sem þar hvíldu, hvíla þar í friði? Fjarlægðar hafa verið minjar í þessum tilgangi og þykir Flokki fólksins að sá gjörningur hafi verið mistök og allt og langt gengið enda ekki skortur á byggingarsvæði. Flokkur fólksins tekur undir og styður áskorun frú Vigdísar Finnbogadóttur og þriggja heiðursborgara sem mótmæla þessari framkvæmd og skora á borgina og byggingaraðila að láta af áformum um byggingu hótels á þessum bletti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband