Sérskólar, afgangsstćrđ í borgarkerfinu

Brúarskóli stćkkađur?

Á dagskrá borgarstjórnar í dag er tillaga Flokks fólksins ţess efnis ađ byggt verđi viđ Brúarskóla til ţess ađ hann geti stćkkađ og tekiđ viđ fleiri nemendum. Stađsetning Brúarskóla í Vesturhlíđ er afar hentug m.a. vegna ţess ađ hún er ótengd  íbúđarhverfi og verslunum.  Mikil friđsćld er í hverfinu, gott nćđi til ađ vinna međ börnin en samt stutt í allar áttir. Mikilvćgt er ađ skólinn verđi til framtíđar á ţeim stađ sem hann er. Í dag eru 24 börn í skólanum en lagt er til ađ skólinn verđi stćkkađur til ađ geta ađ minnsta kosti bćtt viđ 6-8 nemendum. Núna eru 19 börn á biđlista. Brúarskóli er einn sinnar tegundar. Börn sem eiga viđ djúpstćđan hegđunarvanda ađ stríđa sem rekja má til ólíkra orsaka og raskana stunda ţar nám. Skólinn er tímabundiđ úrrćđi og ávallt er markmiđiđ ađ börnin aftur fari í heimaskólann. Međallengd skólavistar er 15-18 mánuđir. Brúarskóli sinnir fleiri hlutverkum og eitt ţeirra er ráđgjafahlutverk viđ ađra skóla. Sérhćft ráđgjafarteymi fer á vettvang í skóla sé ţess óskađ. Í Brúarskóla eru 2 ţátttökubekkir í tengslum viđ skólann, annar í Húsaskóla og hinn í Ingunnarskóla og eru samtals 10 börn í ţessum bekkjum. Brúarskóli sinnir auk ţess kennslu á Stuđlum og BUGL. Skólinn er rekinn af Reykjavíkurborg međ stuđning úr Jöfnunarsjóđi.

 

Ráđţrota foreldrar

 

Borgarfulltrúi Flokks fólksins ţekkir til mála ţar sem foreldrar og kennarar eru ráđţrota. Ýmislegt hefur kannski veriđ reynt til ađ barni ţeirra geti liđiđ vel í skólakerfinu sem er í mörgum tilfellum vanbúiđ til ađ mćta öllum ţörfum barnanna. Enda ţótt skólastefna Reykjavíkurborgar kallist „skóli án ađgreiningar“ vantar mikiđ af ţeirri ţjónustu í almenna skóla sem ţarf til ađ sinna börnum međ ákveđnar sérţarfir. Sum börn passa heldur ekki í ţćr sérdeildir sem reknar eru í skólunum. Sérskólar í Reykjavík hafa orđiđ út undan, eru jafnvel einhvers konar afgangsstćrđir og hafa ţar af leiđandi ekki fengiđ nćga athygli borgaryfirvalda.  Sérskóli eins og Klettaskóli er einnig yfirfullur. Lagt hefur veriđ til af Flokki fólksins ađ stćkka úrrćđi eins og Klettaskóla en sú tillaga var felld. Í ljósi ţeirrar stađreyndar ađ Brúarskóli annar ekki eftirspurn er orđiđ tímabćrt ađ stćkka skólann til ađ hćgt verđi ađ fjölga börnum upp í alla vega 30 nemendur. Skóla- og frístundarráđ er hvatt til ađ vinna ţétt međ starfsfólki skólans hvađ varđar framtíđarskipulag skólans.

 

Kolbrún Baldursdóttir, sálfrćđingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband