Hver er staða fatlaðra barna með innflytjenda-bakgrunn?

Flokkur fólksins er umhugað um líðan allra barna og hefur lagt fram fjölda tillagna sem snúa að bættri þjónustu við börn. Eins og allir vita er biðlisti í flesta þjónustu barna í Reykjavík. Biðlistar virðast vera orðnir rótgróið vandamál hjá borgaryfirvöldum.

Tillaga frá Flokki fólksins um að borgin greini stöðu fatlaðra barna með innflytjenda-bakgrunn var lögð fram í borgarráði 2. maí.
Lagt er til að Reykjavíkurborg láti greina stöðu fatlaðra barna með innflytjenda-bakgrunn til að varpa ljósi á á stöðu þeirra í íslensku samfélagi. Skoða þarf hverjar eru aðstæður þessara barna og þarfir, hvernig er þjónustu við þau háttað og hvað má gera til að tryggja að hún komi sem best til móts við þarfir barnanna?
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband