Ætla freista þess að leggja þessa tillögu fram í borgarráði á morgun

Tillaga um að borgarfulltrúar fundi reglulega með borgarbúum
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarbúum verði boðið til fundar við alla borgarfulltrúa í Tjarnarsal Ráhússins a.m.k. tvisvar til þrisvar á ári. Þar mun borgarbúum gefast kostur á að hitta alla borgarfulltrúa í einu og leggja fram málefni til umræðu eða spyrja spurninga. Hægt er að hugsa sé ýmis konar fyrirkomulag á fundum sem þessum t.d. að hafa ákveðna dagskrá en umfram allt að leyfa fundinum að vera dýnamískur t.d. ef eitthvað málefni brenna á borgarbúum þá verði það ráðandi á fundinum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill leggja áherslu á lýðræði, lýðræðisleg vinnubrögð, sveigjanleika, tengsl og gegnsæi þegar kemur að samtali við borgarbúa. Mikilvægt er að skapa vettvang sem þennan til að ná almennilegri tengingu við fólkið í borginni í ljósi fjölmargra kvartanna um skort á samráði og tillitsleysi borgaryfirvalda gagnvart borgarbúum hvað varðar mýmörg mál, stór sem smá.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband