Enga forræðishyggju og engar öfgar í skólamötuneytum

Svakalegt að hlusta á Kastljós. Flokkur fólksins lagði fram tillögu 13. september að borgin skilgreini þjónustusamninga mötuneyta borgarinnar og bjóði rekstur þeirra út. Í greinargerð með tillögunni segir að markmiðið er að skilgreina gæði mötuneytisfæðis betur og auka gæðin. Auk þess eru vísbendingar um að þetta fyrirkomulag er hagstæðara en það sem nú ríkir sbr. niðurstöður útboða í nágrannasveitarfélögunum, Hafnarfirði, Garðabæ og fleiri. Í þessu þarf að horfa til hráefnis, launa og rekstrarkostnaðar.
Tillagan var felld.

Til að hægt sé að hafa þetta almennilegt verður að vera aðstaða í öllum skólum, ekki bara sumum. Að draga úr dýraafurðum eins og Líf Magneudóttir boðar eru miklir öfgar. Vissulega á að draga úr unnum kjötvörum ef það hefur þá ekki þegar verið gert. Þeim má skipta út fyrir hreina vöðva eða lítið unna og grófhakkaða kjötrétti, með fáum innihaldsefnum. Kannski er þetta dýrara en þá komum við að fyrirkomulaginu í borginni varðandi skólamötuneytin. Fyrirkomulagið sem nú ríkir í mörgum skólum bíður ekki upp á hagkvæmni.
 
Enga forræðishyggju og engar öfgar í skólamötuneytum
 
Í skólamatnum á að vera val, bjóða ætti upp á tvo rétti, aðalrétt sem er hefðbundin matur skv. ráðleggingum Landlæknisembættisins um mat í mötuneytum grunnskóla, en samhliða því er boðið upp á annan rétt, svokallaðan „hliðarrétt“, sem er „vegan“ matur, þ.e. matur án dýraafurða. Það er sennilega rúmlega 10% nemenda og starfsfólks sem nýta sér síðari kostinn. Með þessu er hægt að koma til móts við þarfir „grænkera“ en einnig að kynna þennan valkost fyrir öllum. Varðandi kolefnisfótspor grænkerafæðis þá þarf að gera sérstaka úttekt á því áður en ályktað er um það, eða vitna í rannsókn. Mjög gott væri ef hægt er að bjóða upp á „meðlætisbar“ þ.e. salatbar með ávöxtum og tegundum af grænmeti, alla daga. Þetta má bjóða fram á aðlaðandi hátt til að auka neyslu á ávöxtum og grænmetis meðal nemenda. Hollur og ferskur matur er aðalatriðið fyrir börnin og að hann sé sem mest eldaður frá grunni í eldhúsum skólanna. Ég kalla hér með eftir fleiri skólamötuneytum sem elda matinn sem mest frá grunni! Undirbúa má margt í miðlægu eldhúsum en elda á aðalréttinn í skólaeldhúsinu sjálfu.
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband