Skólahljómsveitir í öll hverfi borgarinnar

Ţađ eru ađeins 4 skólahljómsveitir í Reykjavík sem tilheyra 5 hverfum. Hverfi borgarinnar eru hins vegar 10 í allt. Í borgarráđi hef ég lagt fram tillögu um ađ stofnađar verđi skólahljómsveitir í öllum hverfum borgarinnar. 

Á sjöunda hundrađ nemendur stunda nám í fjórum skólahljómsveitum. Nemendur í grunnskólum borgarinnar eru tćp 15 ţúsund. Vel má ţví gera ţví skóna ađ mun fleiri nemendur hefđu áhuga á ađ sćkja um ađild ađ skólahljómsveit. Eins og stađan er í dag er ekki bođiđ upp á tónlistarkennslu í öllum grunnskólum. Nám í einkareknum tónlistarskóla er dýrt og ekki á fćri allra foreldra ađ greiđa fyrir tónlistarmenntun barna sinna. Tónlistarskólinn á  Klébergi, Kjalarnesi er eini tónlistarskólinn sem er alfariđ rekinn af Reykjavíkurborg.

Borgin er međ ţjónustusamninga viđ 17 einkarekna tónlistarskóla. Ţeir njóta styrkja frá Reykjavíkurborg en setja sína eigin gjaldskrá. Á međan grunnskólar bjóđa ekki upp á tónlistarnám og á međan ţađ er ekki á allra ađ stunda slíkt nám vegna mikils kostnađar gćti ţátttaka í skólahljómsveit veriđ góđur valmöguleiki. Međ ţví ađ hafa skólahljómsveit í öllum hverfum er tćkifćri til tónlistarnáms flutt í nćrumhverfi barnanna. Reykjavíkurborg tryggir međ ţessu ađ börnum sé ekki mismunađ á grundvelli efnahags foreldra ţegar kemur ađ tćkifćri til ađ stunda tónlistarnám.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband