Vil að þau pakki saman

Engin grenndarkynning í stórum né smáum verkefnum.

Þetta má lesa á mbl.is:

Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála hef­ur fellt er úr gildi ákvörðun skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur­borg­ar frá 22. ág­úst um að veita fram­kvæmda­leyfi til að lengja frá­rein og breikka ramp­inn við Bú­staðaveg sem ligg­ur niður að Kringlu­mýr­ar­braut. Úr fréttum:

Nefnd­in komst að niðurstöðu í gær. 

Gögn máls­ins bár­ust út­skurðar­nefnd­inni frá Reykja­vík­ur­borg 7. októ­ber en eig­end­ur Birki­hlíðar 42, 44, og 48 kærðu ákvörðun um veit­ingu fram­kvæmda­leyf­is. Þess var kraf­ist að ákvörðun yrði felld úr gildi og fram­kvæmd­ir stöðvaðar.

Engin grenndarkynning og það er bara oft þannig bæði í smáum og stórum verkefnum. Og hvað gerist þá? Það koma mótmæli og kærur og framkvæmdir eru stöðvaðar með tilheyrandi vandræðum og kostnaði. Ég hef nýlega sagt frá leikjagrind/klifurgrind sem rokið var í að setja upp í Öskjuhlíð án grenndarkynningar. Þar var tæpum 2 milljónum kastað út um gluggann því það komu mótmæli sem leiddi til þess að rifa þurfti allt niður.

Eitthvað mun þetta kosta meira sem hér er sagt frá í fréttum. Þessi meirihluti í borgarstjórn,  kjarni hans hefur setið of lengi. Hann er bara farinn að gera það sem honum sýnist án þess að spyrja kóng eða prest og þetta er að kosta okkur borgarbúa mikið fé. Ég vil að þessi meirihluti pakki saman og fari frá, hvíli sig bara eins og gott þykir þegar maður hefur verið lengi á sama stað.

Það líður varla sú vika að ekki er kvartað yfir skort á samráði sbr. lokun Kelduskóla. Hver hefur ekki heyrt af óánægju rekstararaðila við Laugaveg og nágrenni. Ekkert samráð þar og svona mætti áfram telja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband