Tillaga um sérstakan stuđning fyrir börn alkóhólista vísađ frá í borgarstjórn

Börn alkóhólista er hópur barna sem hvorki heyrist hátt í né mikiđ er rćtt um. Ótal margar breytur skjóta upp kollinum ţegar kemur ađ ţessum hópi. Hvađ er ţetta stór hópur? Hvernig gengur ađ ná til hans og hver er ţörfin? Hver eru helstu einkennin og hverjir sjá ţessi einkenni helst?

Enda ţótt mikiđ vatn hafi runniđ til sjávar hvađ varđar frćđslu og ţekkingu um alkóhólisma er enn ţöggun og fordómar í garđ foreldra sem eru alkóhólistar og barna ţeirra. Börnin reyna ţví oft ađ leyna vandanum eđa afneita honum. 

Hvađ er alkóhólismi?

Áfengi er löglegur vímugjafi fyrir fullorđna einstaklinga sem ađskilur ţađ frá  ólöglegum vímugjöfum. Sjúkdómurinn alkóhólismi er ţrískiptur sem hefur áhrif á vitsmuni, líkama og sál. Eitt af einkennum sjúkdómsins er stjórnlaus löngun í áfengi. Lćknavísindin segja alkóhólisma vera sjúkdóm sem hćgt er ađ halda í skefjum međ bindindi en ekki lćkna. Alkóhólismi er stigvaxandi sjúkdómur.  Ţađ bjóđast mörg međferđarúrrćđi fyrir alkóhólista í dag. Alkóhólismi er ekki lengur vonlaust ástand ef sjúkdómurinn er viđurkenndur og međhöndlađur.

Áhrif og afleiđingar

Börn foreldra sem eru ánetjuđ vímuefnum af hvers lags tagi búa viđ viđvarandi óöryggi, ótta og álag og axla ábyrgđ langt umfram aldur og ţroska. Áhrif og afleiđingar eru bćđi skammtíma og langtíma. Sködduđ sjálfsmynd og međvirkni eru međal alvarlegustu afleiđinganna. Međvirkni er sjúkdómur sem herjar á ađstandendur alkóhólista og eru börn ţar engin undantekning.

 

Međvirkni getur leitt til ţess ađ barn á í erfiđleikum međ ađ bregđast viđ áreiti samkvćmt innstu sannfćringu. Dćmi um međvirkni í fjölskyldu alkóhólistans er ţörfin ađ láta allt líta vel út á yfirborđinu og ţegja yfir hinum raunverulega vanda. Barn sem elst upp viđ alkóhólisma foreldris/foreldra getur átt erfitt međ ađ meta og lesa í samskipti og  ađstćđur og hefur fćrri bjargráđ til ađ grípa í. Gott stuđningsnet barns, ráđgjöf og frćđsla getur skipt sköpum ţegar kemur ađ neikvćđum áhrifum og afleiđingum ţess ađ alast upp eđa umgangast foreldri sem glímir viđ alkóhólisma.

Sérhćft stuđningsúrrćđi fyrir börn alkóhólista

Ég hef lagt fram tillögu í borgarstjórn ţess efnis ađ borgarstjórn samţykki ađ setja á stofn stuđningsţjónustu eyrnamerkta börnum foreldra í neyslu. Mikilvćgt er ađ öll börn í ţessum ađstćđum hafi ađgang ađ stuđningsţjónustunni án tillits til hvort barniđ sjálft sé metiđ í áhćttuhópi, hvort ţađ búi hjá foreldrinu sem glímir viđ áfengisvanda eđa sé í umgengni viđ ţađ. Ekki á ađ vera ţörf á sérstakri tilvísun í úrrćđiđ heldur sé látiđ nćgja ađ forsjárađili óski eftir stuđningi og međferđ fyrir barn sitt eins lengi og ţađ ţarf og vill ţiggja. Stuđningurinn myndi vera í formi sálfrćđiţjónustu, persónulegrar ráđgjafar, hópastarfs og frćđslu. Markmiđiđ vćri m.a. ađ hjálpa börnum alkóhólista ađ hlúa ađ eigin sjálfsmynd, rćkta félagslega fćrni og frćđast. Markmiđiđ vćri einnig ađ hjálpa börnunum ađ greina á milli fíknisjúkdómsins og persónunnar sem glímir viđ hann. Stuđningsţjónustunni er ćtlađ ađ veita börnunum viđurkenningu á stöđu sinni og ađstćđum í fjölskyldum ţar sem áfengi- og almennur neysluvandi er til stađar. Foreldrar ćttu einnig ađ geta fengiđ ráđgjöf og frćđslu eftir atvikum.

Sérhćft stuđningsúrrćđi fyrir börn alkóhólista skilar sér margfalt. Barn sem fćr tćkifćri viđ öruggar ađstćđur til ađ tjá sig um neysluvandamál foreldris getur losađ um djúpstćđa vanlíđan og áhyggjur. Börn sem alast upp viđ ţessar ađstćđur trúa ţví stundum ađ ţau beri ábyrgđ á neyslu foreldris međ einhverjum hćtti. Frćđslan skiptir barn miklu máli og sú vitneskja ađ neysluvandi foreldrisins sé ekki á ábyrgđ ţess ađ neinu leyti. Samtal um áfengisvanda foreldrisins getur stuđlađ ađ ţví ađ barn losni viđ tilfinningar á borđ viđ skömm og sektarkenndar. Slík leiđrétting á íţyngjandi tilfinningum og hugsunum er börnum mikill léttir og markar jafnvel nýtt upphaf í lífi ţeirra.

 

Sambćrileg ţjónusta sem hér er lögđ til ađ Reykjavík stofnsetji er veitt af SÁÁ. SÁÁ hefur unniđ gott starf međ börnum alkóhólista í mörg ár en árangursmat liggur ţó ekki fyrir. Vinna SÁÁ fríar ekki Reykjavíkurborg frá skyldum sínum gagnvart börnum alkóhólista. Vissulega hefur ţessum börnum veriđ hjálpađ í Reykjavík. Ţađ hefur samt ekki komiđ fram hvađ hefur veriđ gert nákvćmlega fyrir ţennan hóp og hversu mikiđ. Reykjavíkurborg hefur alla burđi til ađ stofna eigiđ úrrćđi fyrir börn alkóhólista og skipuleggja metnađarfullt stuđningsúrrćđi ţeim til hjálpar.

Grein birt í Morgunblađinu 20.11.2019

Hér er bókun Flokks fólksins í málinu:

Lagt var til ađ borgin setji á laggirnar sértćkt úrrćđi fyrir börn alkóhólista og auđvitađ öll börn sem eiga foreldra sem glíma viđ neysluvanda. Eina sérhćfđa úrrćđiđ sambćrilegt ţessu sem lagt er til hér býđst hjá SÁÁ. Vissulega hefur ţessum börnum veriđ hjálpađ í Reykjavík ţótt ekki sé vitađ í hvađ miklum mćli né hversu markviss vinnan er.  Reykjavíkurborg hefur alla burđi til ađ stofna sérhćft metnađarfullt úrrćđi fyrir börn alkóhólista ţeim til hjálpar. Tillögunni um sérhćft úrrćđi fyrir ţennan hóp var ekki vel tekiđ sem slíkri af formanni velferđarráđs sem lagđi til ađ henni yrđi vísađ frá.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill í ţessu sambandi nefna ađ í  vikunni skrifađi barnamálaráđherra og fram­kvćmda­stjóri UNICEF á Íslandi, undir  samn­ing um stuđning fé­lags­málaráđuneyt­is­ins viđ inn­leiđingu á verk­efn­inu Barn­vćn sveit­ar­fé­lög. Međ samn­ingn­um er stefnt ađ ţví ađ ís­lensk stjórn­völd og öll sveit­ar­fé­lög á Íslandi hafi á nćsta ára­tug hafiđ mark­vissa inn­leiđingu Barna­sátt­mála Sam­einuđu ţjóđanna og tileinki sér barna­rétt­inda­nálg­un í verk­efn­um, stefnu­mót­un og ákvörđunum.  Ţessi tillaga um ađ borgin setji á laggirnar sérstakt úrrćđi fyrir börn alkóhólista samrýmist  vel verkefninu um Barnvćn sveitarfélög.

Hér er um ađ rćđa eitt verkfćri í verkfćrakistu innleiđingar  Barnasáttmála Sameinuđu ţjóđanna inn í stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélaga. Borgarmeirihlutinn ţarf nauđsynlega ađ fara ađ setja börn og ţarfir ţeirra, ţ.á.m. ţessara barna í enn meiri forgang en gert hefur veriđ.

 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband