Tíđar ferđir valdhafa borgarinnar erlendis tómt bruđl

Tugum milljónum árlega er variđ í ferđir borgarstjóra, ađstođarmanns hans, borgarfulltrúa og miđlćgrar stjórnsýslu til útlanda ýmist á fundi, ráđstefnur eđa í skođunarferđir. Á sama tíma er ţessi meirihluti sífellt ađ tala um losun gróđurhúsalofttegunda og ađ draga verđi úr mengun. Í ţessu tali ţeirra er sjónum venjulega beint ađ bílaumferđ og bíleigendum en minna fer fyrir umrćđu um mengun og losun eiturefna út í andrúmsloftiđ á stćrri mćlikvarđa.

Í borgarráđi líđur varla sá fundur ađ meirihlutinn samţykki ekki ferđ borgarstjóra međ fríđu föruneyti. Slík ferđ ţriggja ađila var samţykkt á síđasta fundi og skulu ţeir fara á loftlagsráđstefnu til Madrid. Ég gat ekki setiđ á mér ađ bóka um ţetta og lýsa ţví yfir ađ ţetta vćri bruđl og tal um kolefnisspor vćri hreinn tvískinnungsháttur.

Mér finnst ţetta hin mesta sóun og ţurfi ađ senda einstakling í eigin persónu nćgir ađ senda einn. Mér finnst lítiđ ađ marka allt ţetta tal ţessa meirihluta um kolefnisspor á sama tíma og ekkert lát er á ferđum valdhafa borgarinnar erlendis.

Hvar er Skype? Hvar er fjarfundatćknin? 

Hvađ varđar skođunarferđir fara oft margir af fagsviđi eđa úr fagráđi. Ég spyr mig hverju ţetta skilar? 
Engu fyrir borgarbúa svo mikiđ er víst. Ţetta er jú gaman fyrir ţann sem fer ţví reynslan og jákvćđar minningar frá skemmtilegri skođunarferđ í bođi borgarbúa eru jú hans og hans eins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband