Ég spurði um LEAN

Árið 2018 var ákveðið að innleiða LEAN hjá Reykjavíkurborg. Í morgun á fundi skipulagsráðs ákvað ég að forvitnast um þau mál.

Flokkur fólksins óskar að fá upplýsingar um hvar á umhverfis- og skipulagssviði LEAN aðferðarfræðin er brúkuð og hvað hefur hún kostað fram til þessa.
Hver verður endanlegur kostnaður hennar? 
Óskað er eftir sundurliðun á notkun LEAN (aðferðarfræðinni) innan sviðsins eftir verkefnum.

Einnig er spurt:
Hefur LEAN verið innleitt formlega hjá borginni í heild? 

Ástæða fyrirspurnanna.
Flokkur fólksins hefur áður spurt um LEAN og kom þá fram í svari að  LEAN hafi ekki verið innleitt formlega hjá borginni í heild og engar ákvarðanir teknar um það. LEAN hentar ekki á öllum starfsstöðvum auk þess sem hún er mjög dýr og ekki á allra fyrirtækja færi að fjárfesta í.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband