Látið fjörur í friði

Fulltrúi Flokks fólksins hefur margsinnis bókað um af hverju þessi meirihluti getur ekki látið fjörur í friði. Það vantar ekki land. Haldið er áfram að troða á kostnað bæði grænna svæða og útivistarsvæða. Einnig á að fylla fjörur í Ártúnshöfða þar sem byggja á 900 íbúðir. Svo mikið fyrir hina “grænu áherslu” meirihlutans!

Grænt íbúðarhúsnæði framtíðarinnar. Þetta hljómar vel nema hugmyndin um aukna byggð í Skerjafirði og það á kostnað fjara. Byggja á allt í kringum flugvöllinn og setja skóla í uppfyllta fjöru. Landfylling er óásættanleg og á aldrei að þurfa. Náttúrulegar fjörur eru fágætar í Reykjavík.
Væri ekki nær að bíða eftir því að flugvöllurinn fari? Í þessu er því mikil þversögn því með þessu græna íbúðarhúsnæðissvæði á að horfa til að íbúar geti notið nábýlis grænna svæða og útivistarsvæða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband