Ofbeldi gegn öldruðum

Skýrsla starfshóps um aldraða og heimilisofbeldi hefur verið kynnt í borginni. Ég lét bóka eftirfarandi:
 
Ofbeldi gegn öldruðum er alvarlegt mál og því miður berast fregnir af slíkum tilfellum. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar skýrslunni enda mikilvægt að safna gögnum með reglulegu millibili um svo viðkvæmt og alvarlegt mál. Hér á landi er ekki til ákveðin stefna um málefni aldraðra þegar kemur að ofbeldi og vanrækslu. Yfir öldruðum og öðrum viðkvæmum hópum er mikilvægt að stjórnvöld og samfélagið allt standi saman vaktina. Ef horft er til rannsókna má sjá að 2-10% aldraðra eru þolendur ofbeldis. Ofbeldi gegn öldruðum getur verið andlegt og líkamlegt og stundum er það í formi vanrækslu. Fulltrúi Flokks fólksins styður tillögur s.s. að útbúið verði upplýsingaefni fyrir aldraða um heimilisofbeldi. Samstarf heilsugæslu, þjónustumiðstöðva og Landspítala er brýnt til þess að freista þess að flest mál komi fram í dagsljósið og hægt verði að fylgja þeim eftir með fullnægjandi hætti. Ofbeldi/heimilisofbeldi er falinn vandi. Eldri borgarar sem beittir eru ofbeldi kunna að upplifa skömm og vanmátt og kjósa því að leyna því ofbeldi sem þeir verða fyrir. Á þeirra uppvaxtarárum var ofbeldi almennt ekki mikið rætt og fræðsla afar takmörkuð. Sumir eldri borgarar gera sér jafnvel ekki grein fyrir að verið er að beita þá ofbeldi.

ofbeldi aldraðra mynd

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband