Ferðalög borgarstjóra og hans fólks erlendis liðin tíð?

Í borgarráði í vikunni var lagt fram boð Eurocities um stuðning við yfirlýsingu um loftslagsmál sem kennd er við París og birt var 11. desember 2020 á 5 ára afmæli Parísarsamkomulagsins. Fulltrúi Flokks fólksins styður og fagnar öllum samskiptum Reykjavíkur í tengslum við Parísarsamkomulagið en vill hnykkja á mikilvægi þess að samskipti í framtíðinni fari fram í gegnum fjarfundarbúnað.
Árum saman hefur ríkt ákveðið bruðl og hefur almannafé verið sóað m.a. í ótal ferðir erlendis sem ekki aðeins borgarstjóri, hans aðstoðarmaður heldur sægur embættismanna hafa farið.
Það er einlæg von fulltrúa Flokks fólksins að ekki verði farið aftur á þann stað sem var fyrir COVID í þeim efnum.

Nú má vænta þess að með reynslu af fjarfundatækni þá sé ekki lengur nauðsynlegt fyrir borgarstjóra, borgarafulltrúa eða embættismenn að ferðast erlendis nema brýna nauðsyn beri til. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að ferðalög á kostnað útsvarsgreiðenda eiga því að vera alger undantekning enda hægt að eiga nánast öll samskipti í gegnum fjarfundarbúnað.

Um þetta bókaði fulltrúi Flokks fólksins í borgaráði 21. janúar 2021.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband