Hundaeigendalistinn birtur á netinu

Mikið fer þessi listi með nöfnum og heimilaföngum þeirra sem fengið hafa hundaleyfi í taugarnar á mér. Listinn er lagður fram reglulega á fundi umhverfis- og heilbrigðisráðs og í kjölfarið birtur á netinu. Þetta er sérkennilegt í ljósi tillögu stýrihóps um endurskoðun gæludýrareglna að fella niður hundaleyfisskyldu.
Ég bókaði um þetta 15. desember og þá sagt að þetta myndi breytast eftir áramót, þá yrði svona listi ekki lengur lagður fram. Samt er listinn áfram lagður fram á fundi 20. janúar.

Flokkur fólksins lagði til í desember að hætt verði að innheimta skráningar- og eftirlitsgjald af hundaeigendum. Tillagan var felld. Ef leggja á niður hundaleyfisskyldu er ekkert sem réttlætir lengur hundaeftirlitsgjald.

Stýrihópurinn leggur engu að síður til að haldið verði áfram að innheimta eftirlitsgjald þ.e. af þeim sem láta skrá hunda sína hjá Reykjavíkurborg. Það eru í mesta lagi eigendur 2.000 hunda af áætluðum 9.000 hundum í borginni. Þessi samviskusömu hundaeigendur sem greiða eftirlitsgjaldið eiga að standa straum af allri gæludýraþjónustu í borginni. Ekki er rukkað gjald fyrir nein önnur gæludýr.

Loksins, seint á síðasta ári, voru vinnuskýrslur hundaeftirlitsmanna birtar sem ég hafði margbeðið um að fá að sjá en sagt að ekki væri hægt að afhenda þar sem í þeim væru persónurekjanleg atriði (vaktir tveggja hundaeftirlitsmanna). En skýrslurnar sýndu síðan eins og vitað var að hundaeftirlitið hafði nánast ekkert að gera. Allt árið í fyrra voru málin aðeins 21 fyrir utan desember, þetta er ein eftirlitsferð á viku fyrir hvorn hundaeftirlitsmann. Málefni gæludýra og hundaeigenda eru eins og aftur úr fornöld. Reykjavík getur varla talist vera hundavinsamleg borg. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband