Borið í bakkafullan lækinn

Það er fátt sem ergir mann eins mikið og þegar forstjóri í fyrirtæki í eigu borgarinnar sem er á háum launum fær risastóra launahækkun. Stjórn Orku­veit­u Reykj­a­vík­ur hef­ur á­kveð­ið að hækk­a laun Bjarn­a Bjarn­a­son­ar, for­stjór­a fyr­ir­tæk­is­ins um 370 þús­und krón­ur á mán­uð­i og eru þau nú orð­in nærr­i 2,9 millj­ón­ir krón­a. Hækk­un­in, sem sögð er veitt að und­an­gengn­u mati á framm­i­stöð­u Bjarn­a í starf­in­u, nem­ur 14,8 prós­ent­um.
Hversu stórkostleg getur eiginlega frammistaða forstjórans verið að hann ber að verðlauna með 370 þúsund króna launahækkun ofan á önnur eins laun sem hann hefur?
Þá fær for­stjór­inn ein­greiðsl­u upp á þrjár millj­ón­ir krón­a „vegn­a þess að laun­a­kjör hans hafa ekki ver­ið upp­færð í tvö ár,“ eins og seg­ir í sam­þykkt stjórn­ar­inn­ar.
Þetta hlýtur að vera áfall fyrir okkur öll og ekki síst fólk sem er enn langt frá að ná 350 þúsund krónum á mánuði sem því er ætlað að greiða fyrir fæði, klæði og húsnæði sem og allt annað. Þetta er svo mikið ranglæti af því að þetta er út úr kortinu og ekki í neinum takti við raunveruleikann.
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband