Hver á að gæta varðanna?

Meirihlutinn samþykkti í vikunni að fallast á hjálagt erindi Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 7. janúar 2021, varðandi ósk um undanþágu frá upplýsingalögum fyrir dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur á samkeppnismarkaði. Ég er hrædd við svona leynd og trúi ekki að hún sé nauðsynleg.

Bókaði eftirfarandi:

Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvort þetta sé alveg nauðsynlegt? Hver á að gæta varðanna? Hverjir munu fá að sjá upplýsingar um rekstur þessara félaga sem eru í eigu borgarbúa? Kannski einhverjir handvaldir? Rökin eru að öll þessi fyrirtæki séu í samkeppnisrekstri og ef þau undirgangist upplýsingalög myndi það veikja stöðu þeirra. Þetta kann að vera rétt en virkar engu að síður illa á þá sem aldrei fá að vita neitt um hvað fram fer bak við luktar dyr. Leynd og pukur bíður oft hættunni heim.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband