136 bíða eftir sértæku húsnæði. Hver er aldur og aðstæður þeirra í dag

Fulltrúi Flokks fólksins óskaði eftir á fundi velferðarráðs að fá upplýsingar um aldur og aðstæður þeirra sem bíða eftir sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk.
Staðan í Reykjavík er svona:
Þann 1. september s.l. var fjöldi umsækjenda sem bíða eftir fyrsta húsnæði 136 og fjöldi sem bíður eftir milliflutningi 32. Samtals sem sagt 168. Yfir 40 einstaklingar hafa beðið lengur en 5 ár.

Margir bíða fram á fullorðinsár eftir  búsetuúrræði.  Það er mikið lagt á fatlað fólk sem orðið er rígfullorðið og fær ekki búsetuúrræði. Margir hafa beðið árum saman.

Biðlistar eru ekki eiginlegir biðlistar heldur „haugur“ af því sem virðist sem hirt er úr eftir hendinni eða hvað? Alla vegar hefur komið fram ítrekað að sagt sé við einstakling að hann sé næstur en síðan er hann það ekki og annar tekinn fram fyrir og sá sem átti að vera næstur bíður jafnvel í ár eða meira í viðbót.
Þetta reynir á foreldrana en margir búa hjá foreldrum meðan þeir bíða og mest reynir þetta á umsækjendur sjálfa. Dæmi eru um að foreldrar séu orðnir öryrkjar vegna álags.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband