Árni Johnsen gerir góðverk

Sú reynsla Árna Johnsen að hafa setið í fangelsi hefur nú orðið til þess að aðrir fangar njóta góðs af og er það ekki í fyrsta skipti.
Nú hefur hann fært Hegningarhúsinu tíu flatskjái að gjöf og ekki er öðruvísi hægt að skilja tíðindin en að hann hafi greitt fyrir þá úr eigin vasa.

Þetta er sannarlega mikið góðverk enda var sjónvarpskostur Hegningarhússins ekki upp á marga fiska. Vel er hægt að ímynda sér að hafi Árni ekki sjálfur upplifað fangelsisvist eru varla líkur á því að hann hafi  tekið þetta frumkvæði.  Þó veit maður aldrei hvað fólki dettur í hug að gera.
Ég við óska Hegningarhúsinu til hamingju með þetta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur verið að hann sé að undirbúar endurkomu í steininn ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 08:56

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þjóðarsálin gerir allt fyrir glæpamenn eða hverjir eru í fangelsunum. Auðvita er sumir ólánsmenn en það má ekki hvetja menn inn í fangelsi sem er í raun 4 stjörnu hótel. Sorry ég vil letja menn að kom´sér í jailið.

Valdimar Samúelsson, 17.10.2007 kl. 11:18

3 Smámynd: Ragnheiður

Já þetta kom ágætlega út hjá honum.

Ragnheiður , 17.10.2007 kl. 13:47

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Árni hefur stórt hjarta.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.10.2007 kl. 13:56

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mér finnst þetta gott hjá Árna.  Svo má benda á það að Hegningarhúsið á Skólavörðustíg er búið að vera á undanþágu í tugir ára, enda er það skelfilegur bústaður og ekki neinum bjóðandi, hvorki starfmönnum né föngum.

Innlegg Valdimars er bara til skammar. Hann heldur að húsgögn geri innilokun í fangelsi eitthvað betri. Það á að hlúa vel að föngum ekkert síður en að öðru fólki.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.10.2007 kl. 15:45

6 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Undan ferðamannsins fæti valt steinn úr stað..

og steinninn hélt áfram að velta..

veistu það?

..trallla, lalla, trallla, lalla,

tralla, lalla. tralla, lalla, LA:::::

Ásgeir Rúnar Helgason, 17.10.2007 kl. 20:00

7 Smámynd: Skarfurinn

Skrýtið þetta en  það hurfu 10 flatskjáir nýlega af  lagernum hjá Elkó ?? 

Skarfurinn, 17.10.2007 kl. 20:04

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gott hjá Árna. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.10.2007 kl. 21:00

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Maður þarf að vera fórnarlamb stelsjúkra manna eins og Árna Johnsen til að vita það af vondri reynslu að þessir menn verða aldrei góðir. Árni fór ekki í betrunarvist. Hann kom iðrunarlaus út úr grjótinu og hafði slatta af því með sér á vörubílspöllum sem aðrir greiddu fyrir. Árni gerir þetta ekki nema að ætla að fá fullt fyrir þennan greiða.

Árni framdi ekki afbrot vegna óreglu og það hefur ekkert breyst í hausnum á honum. Maður sem kominn er yfir fimmtugt er ennþá í óknyttum og þjófnaði breytist ekki það hlýtur flestum að vera morgunljóst sem eitthvað vita um þessa gerð mannlegs breyskleika. Það er sjálfsagt að fyrirgefa, en menn eiga ekki að láta sér detta í hug að ætíð allsgáður maður á borð við Árna hafi eitthvað breyst.

Ég er sammála Valdimari um að verið sé að breyta íslenskum fangelsum í 4ra stjörnu hótel og það er ekki til að halda mönnum frá glæpum. Auk þess er þarna frítt gott fæði, öll læknaþjónusta, aðgangur að námi og fleira. Meira segja útlend burðardýr komast þarna í frítt fæði og húsnæði við þessar aðstæður sem skattgreiðendur þurfa að borga.

Margir öryrkjar og aldraðir hafa trúlega lakari kjör en fangar í dag og er það miður. 

Haukur Nikulásson, 17.10.2007 kl. 22:10

10 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Er ekki sama hvaðan gott  kemur!!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.10.2007 kl. 23:37

11 Smámynd: Vendetta

Ég verð að segja, að ég sé sammála Valdimar,  Hauki og Skarfinum. Þegar ég las þessa frétt, hugsaði ég: Hvar hefur hann stolið þessum skjám? En annars er ég sammála því að í hegningarhúsum á Íslandi jafnt og á hinum Norðulöndunum er ekki verið að hegna glæpamönnum, heldur að verðlauna þeim með ýmsu móti.

Fátækar fjölskyldur meðlangveik börn eiga þessa skjá mikið betur skilið en glæpamenn. En Árni Johnsen hefur svo lítið og nístingskalt hjarta, að hann skilur það ekki.

Vendetta, 17.10.2007 kl. 23:46

12 Smámynd: Halla Rut

Hvar fékk hann þessa 10 flatskjái, fyrirgefðu. Duttu þeir af vörubílspalli?

Ef ég ætti 10 flatskjái aflögu þá mundi ég nú ekki gefa þá þangað enda held ég að fanga vanti ekki sjónvörp, hef heyrt um mjög góðan aðbúnað þar.

Hefði heldur gefið þá á t.d. sambýli. Þar sem aðbúnaður mun lakari en í fangelsum en það fólk á sér enga málspípu sem heimtar betri dýnur og stærri tæki.

Halla Rut , 18.10.2007 kl. 00:30

13 Smámynd: Júlíus Valsson

"They seek him here, They seek him there,
Those Frenchies seek him everywhere.

Is he in heaven?
—Is he in hell?

That demmed, elusive Pimpernel."

Sir Percy Blakeney (The scarlet Pimpernel)

Júlíus Valsson, 18.10.2007 kl. 00:30

14 Smámynd: Edda Sigurjónsdóttir

Vá hvað er mikið af illa upplýstu fólki hérna, puntudúkkum úr vesturbænum o. s fr.

Fangelsi er alltaf fangelsi, hvernig haldið þið t.d. að kvennafangelsið í kópavogi sé, þar er sko engin betrun í gangi! Álíka uppbyggjandi að vera þar og vera í hamstrabúri, það er sem betur fer til fólk sem fer þar í heimsókn af hugsjón einni saman.

Björnebanden er ekki til lengur, flestir fangar á Íslandi eru frændur vina þinna eða fólk sem hefur lent á villigötum í lífinu og þarf frekar hjálp en svona umræðu.

Svo hafa þeir verið að standa sig vel í að sækja AA fundi og rækta gardinn sinn á Skólavörðustígnum og mega alveg fá umbun. 

Edda Sigurjónsdóttir, 18.10.2007 kl. 01:11

15 Smámynd: Skarfurinn

Tek heilshugar undir með Vendetta & Höllu Rut, þessit sjónvarpsskjáir væru betur komnir hjá fátækum fjölskyldum með langveik börn eða á sjúkrahúsum, hef meiri samúð með þessu fólki.

Skarfurinn, 18.10.2007 kl. 14:25

16 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Mér finnst þetta gott framtak hjá honum og ég held að þingið græði á því að eiga mann inni sem hefur verið "hinumegin línunnar" ég virkilega meina það. Hann hefur fengið innsýn inn í heim sem ekki allir fá að kynnast.

En mér finnst ömulegt að sjá hvernig sumir hér að ofan útúða honum fyrir þetta, það lýsir aðeins þeirra eigin innri manni !!!!!

Bestu kveðjur til þín Kolbrún,

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 18.10.2007 kl. 17:17

17 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Greiddi Árni flatskjána úr eigin vasa, eða gekk hann milli fyrirtækja til að safna styrkjum fyrir verkefnið?  

Ágúst H Bjarnason, 19.10.2007 kl. 11:10

18 identicon

Æi, árni er og verður alltaf árni. Og ég er ekki að gera neina stafsetningarvillu. enda er boðið uppá Púka til leiðréttingar á þeim!

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 23:58

19 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sunnudagur til sælu fyrir þig

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.10.2007 kl. 11:37

20 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ef marka má fréttir þá fékk Árni einhverja í lið með sér til að kosta gjöfina, en greiddi hana ekki úr eigin vasa.

Ég er ekki mikill aðdáandi Árna Johnsen, en finnst þetta ágætt framtak hjá honum. Fangar eru líka fólk.

Svala Jónsdóttir, 21.10.2007 kl. 16:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband