Nýjustu færslur
- 5.1.2025 Hver vill búa í íbúð þar sem útsýnið er fangelsisveggur?
- 27.11.2024 Þetta finnst mér ósanngjarnt
- 19.11.2024 Hef ekki lent í öðru eins við að koma máli á dagskrá
- 18.11.2024 Máttur samtryggingarinnar
- 16.11.2024 Reynsla sem sálfræðingur rak mig í pólitík
- 14.11.2024 Endurskoða hugmyndir um bílastæðahús- fjölnotahús, skoða þarf...
- 11.11.2024 Ef byggja á í grónum hverfum gengur ekki að vera með einhvern...
- 2.11.2024 Of mikið af kærum
- 2.10.2024 Upplýsingaóreiða bílastæðakjallara og húsa, einkarekin eða bo...
- 1.10.2024 Íbúar hafa lengi verið að kalla eftir auknu umferðaröryggi vi...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Helgi Seljan
- ADHD
- Ágúst H Bjarnason
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés.si
- Andri Heiðar Kristinsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Ásta Kristín Norrman
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Benedikt Halldórsson
- Bleika Eldingin
- Bwahahaha...
- Bragi Þór Thoroddsen
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Dögg Pálsdóttir
- Dúa
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Karl Gauti Hjaltason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gúnna
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðjón Bergmann
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Pálína Karlsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Handtöskuserían
- Hanna
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helga Lára Haarde
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hulda Dagrún Grímsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Húsfreyja
- Snorri Bergz
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- íd
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Sigurður Einarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Sólveig Klara Káradóttir
- Magnús Paul Korntop
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Lífsýn fræðsla og forvarnir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Linda Lea Bogadóttir
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Pálsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Marta B Helgadóttir
- Methúsalem Þórisson
- mongoqueen
- Morgunblaðið
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Ólafur Örn Nielsen
- Jón Svavarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Helgi Kristófersson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Katrín
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Sigurður Rúnar Sæmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Birgir R.
- Hreiðar Eiríksson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefana Gunnlaug Karlsdóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Jóhann Pétur
- Sunna Dóra Möller
- superhúsfrú
- Johann Trast Palmason
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þorsteinn Magnússon
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Vefritid
- Vertu með á nótunum
- Vilborg G. Hansen
- Elsabet Sigurðardóttir
- Kjartan Magnússon
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftslag.is
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Skúmaskot tilverunnar
- Stefán Júlíusson
Tímamót: afmæli skörungs
29.10.2007 | 09:53
Þennan dag, árið 1898 fæddist afi minn Sr. Sigurður Einarsson síðast prestur í Holti.
Hann lést árið 1967 en þá var ég 8 ára.
Sr. Sigurður var skáld, ræðuskörungur og litríkur pólitíkus ásamt því að vera útvarspmaður um árabil.
Ég átti því láni að fagna að kynnast þessum afa mínum lítillega. Eitt sumar dvöldum við móðir mín um tíma í Holti.
Eldsnemma á morgnana þegar allir sváfu, héldum við afi í Holtsós en þar hafði hann sett út net. Eitt sinn fengum við eina 13 silunga í netið. Að sjálfsögðu var silungur í matinn á hverjum einasta degi. Mér þótt þessi matur alls ekki góður, þurfti að leggja mikla vinnu í að hreinsa fiskinn, týna beinin úr og skrapa roðið af. Fullorðna fólkinu fannst silungurinn mikill hátíðarmatur og þá ekki hvað síst fannst þeim roðið lostæti. Ég og önnur stelpa jafnaldra sem þarna var stödd harðneituðum að setja roðið inn fyrir okkar varir.
Eitt sinn þegar við sátum við matborðið sagði afi minn að hann skyldi gefa okkur sitthvorar 100 krónurnar ef við borðuðum roðið bara þetta eina skipti. Þetta voru heilmiklir peningar í þá daga og stórfé í augum barns. Hin stelpan lét ekki segja sér þetta tvisvar heldur slafraði í sig roðinu. Ég hins vegar, bara kúgaðist. Hún fékk eins og um var samið 100 krónur afhentar formlegar við matarborðið í viðurvist heimilisfólksins en ég, eins og vitað var, fékk ekki neitt.
Nokkrum mínútum síðar fann ég að bankað var í mig undir borðinu. Þegar ég kíkti undir borðið blasti við mér fallegur hundrað króna seðill.
Váaaaa hvað ég varð glöð, svo glöð að ég gat því miður ekki þagað heldur stökk á fætur, veifaði seðlinum, hló og skríkti. Í þá daga var það víst ekki til siðs að börn væru með peninga í fórum sínum svo ég var krafin af móður minni um að afhenda henni seðilinn umsvifalaust. Ég hélt nú ekki, hljóp út, niður túnið eins hratt og ég komst og hún á eftir ... og náði mér...
Eins gott, fyrst svo þurfti að fara, að ég skyldi ekki hafa pínt roðið ofan í mig
Hann lést árið 1967 en þá var ég 8 ára.
Sr. Sigurður var skáld, ræðuskörungur og litríkur pólitíkus ásamt því að vera útvarspmaður um árabil.
Ég átti því láni að fagna að kynnast þessum afa mínum lítillega. Eitt sumar dvöldum við móðir mín um tíma í Holti.
Eldsnemma á morgnana þegar allir sváfu, héldum við afi í Holtsós en þar hafði hann sett út net. Eitt sinn fengum við eina 13 silunga í netið. Að sjálfsögðu var silungur í matinn á hverjum einasta degi. Mér þótt þessi matur alls ekki góður, þurfti að leggja mikla vinnu í að hreinsa fiskinn, týna beinin úr og skrapa roðið af. Fullorðna fólkinu fannst silungurinn mikill hátíðarmatur og þá ekki hvað síst fannst þeim roðið lostæti. Ég og önnur stelpa jafnaldra sem þarna var stödd harðneituðum að setja roðið inn fyrir okkar varir.
Eitt sinn þegar við sátum við matborðið sagði afi minn að hann skyldi gefa okkur sitthvorar 100 krónurnar ef við borðuðum roðið bara þetta eina skipti. Þetta voru heilmiklir peningar í þá daga og stórfé í augum barns. Hin stelpan lét ekki segja sér þetta tvisvar heldur slafraði í sig roðinu. Ég hins vegar, bara kúgaðist. Hún fékk eins og um var samið 100 krónur afhentar formlegar við matarborðið í viðurvist heimilisfólksins en ég, eins og vitað var, fékk ekki neitt.
Nokkrum mínútum síðar fann ég að bankað var í mig undir borðinu. Þegar ég kíkti undir borðið blasti við mér fallegur hundrað króna seðill.
Váaaaa hvað ég varð glöð, svo glöð að ég gat því miður ekki þagað heldur stökk á fætur, veifaði seðlinum, hló og skríkti. Í þá daga var það víst ekki til siðs að börn væru með peninga í fórum sínum svo ég var krafin af móður minni um að afhenda henni seðilinn umsvifalaust. Ég hélt nú ekki, hljóp út, niður túnið eins hratt og ég komst og hún á eftir ... og náði mér...
Eins gott, fyrst svo þurfti að fara, að ég skyldi ekki hafa pínt roðið ofan í mig

Flokkur: Bloggar | Breytt 3.11.2007 kl. 16:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Í þínum sporum. Höldum saman gegn einelti og kynferðislegri áreitni Verkfærakista við úrvinnslu eineltismála. Frjáls og frír aðgangur
- Heimasíða Kolbrúnar Baldursdóttur Sálfræðistofan, greinar og námskeið
Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Af mbl.is
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- 31 fallnir eftir árás Rússa, en barnadauðinn á Gaza er hryllilega sorglegur og meiri
- Rauðu pillurnar frá Pfizer
- Hverja áttu að hata í dag
- Hagsmunir Íslands eiga að hafa forgang
- Hvernig gæti ríkið stofnað her sem virkaði?
- Bob Morane ofl...
- Hversu lengi er það hægt?
- Bandamenn Bandaríkjanna, Ísraelar, stefna á yfirtöku Gasastrandar
- MYNDI STRÍÐIÐ BREYTAST EF VIÐ GENGJUM Í ESB???????
254 dagar til jóla
Um bloggið
Kolbrún Baldursdóttir
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Til hamingju með hann afa þinn, á þessum tímamótum. Falleg og skemmtileg sagan um hundraðkrónuseðilinn. En veistu að ég borða alltaf roðið með á silungnum, þegar hann er steiktur, roðið er krumsí og hið mesta hnossgæti. Borða reyndar hausinn líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2007 kl. 10:28
Frábær saga.
Steingerður Steinarsdóttir, 29.10.2007 kl. 12:43
Skemmtileg saga Kolbrún mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 29.10.2007 kl. 20:01
Senn koma dagarnir, bjartir á brá,
bláir í augum og léttir í spori.
Nú vil ég leggja lag mitt við þá....
Orti hann afi þinn ekki ljóð sem byrjar svona?
Árni Gunnarsson, 29.10.2007 kl. 22:24
Komdu sæl.
Blessuð sé minning þess góða manns. Mér hlýnar um hjartarætur að minnast hans.
Hann skírði mig og bróður minn annan í okkar prestakalli í sveitinni heima.
Ljóð hans eru einstök.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 30.10.2007 kl. 01:33
Við eigum þó eitthvað sameiginlegt, Kolbrún Baldursdóttir, ég var í sveit hjá séra Sigurði og Hönnu, en hún var uppeldissystir ömmu minnar. Ég minnist líka ferðanna í Holtsós ásamt mörgu öðru (ekki sízt að Vallnatúni, Hvammi og Ásólfsskálakirkju) og á hér mynd af honum haldandi á einum silungnum. Þórður Tómasson er frændi fyrrnefndrar ömmu minnar. Kynnin af Sigurði og dvölin í Holti hafa orkað sterkt á mig og ég ort um það eitt ljóð (HÉR) í Lesbókinni rúmum 50 árum eftir dvöl mína þar. (Tek það fram, af því að ljóðið er á netinu allt birt í belg og biðu án greinaskila, að þarna er um fjórar átta línu vísur að ræða.) - Með kveðju,
Jón Valur Jensson, 30.10.2007 kl. 02:05
Kærar þakkir fyrir þetta Jón Valur og þið öll.
Kolbrún Baldursdóttir, 30.10.2007 kl. 10:25
Innilega til hamingju með þessi tímamót. Hafðu það gott mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2007 kl. 01:54