Er það tímaspursmál hvenær hægt verður að greiða fyrir vörur með evrum í verslunum á Íslandi?

Ef litið er til umræðu síðustu daga um krónuna og evruna þá finnst manni eins og það sé tímaspursmál hvenær við förum að greiða með evrum í verslunum hér á Íslandi.

Ýmsir sérfræðingar á sviði peningamála segja að krónan og evran geti lifað góðu lífi saman næstu árin og að ekki sé nein knýjandi nauðsyn að breyta skipan gjaldeyrismála með formlegum hætti.   

Æ fleiri fyrirtæki eru að taka upp annan gjaldmiðil, gera upp og greiða laun aðallega í evrum.

Ekki er annað hægt en að spyrja sig hvort staðan sé að verða þannig að skammt sé í að íslenskir kaupmenn sem kaupa inn í evrum kjósi einnig að selja vöruna í evrum? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er annað hvort það eða við förum sömu leið og Danir og Svíar og tengjum krónuna við ervuna á föstu gegni.  Þannig getum við tekið upp evruna en samt haldið krónunni.  Þetta er aðferð sem við höfum beitt áður, en þá var tengingin við myntkröfu.

Marinó G. Njálsson, 11.11.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Óttarr Makuch

"Er það tímaspursmál hvenær hægt verður að greiða fyrir vörur með evrum í verslunum á Íslandi?"  Er fyrirsögn bloggsins hjá þér í dag en ég má til með að benda á að það hefur lengi verið hægt að greiða í flestum verslunum landsins með öllum helstu gjaldmiðlum heims þ.m.t evrum.

Óttarr Makuch, 11.11.2007 kl. 20:50

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Þetta sýnir þá einföldu staðreynd, að allt fer í hringi í tilverunni. Fyrir margt löngu voru hér á Íslandi notaðar spesíur sem gjaldmiðill, þannig að nú virðist hringnum lokað með öðrum gjaldmiðli en góðu Íslensku krónunni.

Þorkell Sigurjónsson, 11.11.2007 kl. 21:04

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég hef ekki hugsað út í það að hægt sé að greiða í flestum verslunum með öðrum gjaldmiðli en krónunni.
Ferðamenn greiða auðvitað oft með evrum og dollurum fremur en að skipta yfir í íslenskar krónur.
Ég hef lengi gengið með 5 evrur í veskinu frá því ég var í Berlín. Kannski ég athugi hvort ég geti ekki losnað við þær í næstu verslunarferð.

Það sem ég velti nú fyrir mér er hvort stutt sé jafnvel í að vörur verði t.d. merktar bæði með íslenska verðinu og evruverðinu og þá jafnvel að varan sé seld ódýrari ef greitt er með evrum.

Kolbrún Baldursdóttir, 12.11.2007 kl. 10:07

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband