Að segjast vera annar en hann er

Mikið hefur verið skrifað um uppátæki Vífils Atlasonar sem tók upp á því að hringja í forseta Bandaríkjanna og þykjast vera forseti Íslands. 
Mín fyrsta hugsun var þegar ég heyrði þetta: Hvar fékk Vífill þetta símanúmer?
Einnig velti ég fyrir mér hvað forseta Íslands fyndist um þetta uppátæki?

Það að hringja í annan aðila og ljúga til nafns getur nú varla flokkast undir að vera eitthvað sem auðvelt er að samþykkja.
Ef um létt spaug á að vera að ræða er mikilvægt að leiðrétta prettina hið fyrsta. Stundum hafa hrekkir sem átt hafa að vera saklausir og sniðugir haft neikvæðar afleiðingar.
Þetta ákveðna símtal hefði jafnvel geta haft einhverja eftirmála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Dóttir mín er í skóla hér í suður Svíþjóð og þar er Vífill hetja í augum krakkanna (14-16 ára). Hann fékk víst númerið með að grandskoða sjónvarpsþátt þar sem dóttir Buss hringdi í pabba sinn í beinni. Ég verð nú að segja að ég er svolítið svag fyrir þessu. Finnst hann dáldið flottur!

Vilhelmina af Ugglas, 11.12.2007 kl. 21:17

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér finnst þetta bráðskemmtilegt uppátæki hjá drengnum.

Þessi þjóðhöfðingi er hafður að skopi um allan heim og það er holl útrás fyrir þær milljónir sem hata hann og fyrirlíta.

Árni Gunnarsson, 11.12.2007 kl. 21:31

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er bara sniðugur og snöggur og glöggur strákur sem er að próvókera þá sem hægari eru og hlær sig áreiðanlega máttlausan yfir viðbrögðunum.

Baldur Fjölnisson, 11.12.2007 kl. 21:42

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Kannski hefur hann lesið Pavlov og er að spá í að fara í vandamálafræði  og er með smá vettvangsrannsóknir í gangi.

Baldur Fjölnisson, 11.12.2007 kl. 22:02

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mér finnst þetta bráðfyndið uppátæki í alla staði nema að hann skyldi leyfa sér að nota nafn forseta Íslands. Þar fannst mér hann fara yfir strikið. Hann á skilið að fá duglegan rasskell í einhverri mynd fyrir það.

Marta B Helgadóttir, 11.12.2007 kl. 22:34

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef verið að reyna að setja mig í þau spor að þetta væri sonur minn.  Ætli ég yrði ekki bara feginn að þetta hefði ekki meiri eftirmála en varð.  AUðvitað er þetta barnaskapur, og þarf ekki að þýða annað en að hann hefur fjörugt ímyndunarafl.  Mér finnst þetta mál öllu alvarlegra og ætti að hafa meiri eftirmála af hálfu íslenskra stjórnvalda, http://erla1001.blog.is/blog/erla1001/entry/388660/#comment882893

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2007 kl. 09:43

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Svo má kannski bara stofna hreinsunarbúðir og senda þessa krakkaskratta í steriliseringu. Það hefur reyndar verið gert áður, t.d. í Kína.

En viti menn, eru þessir Kínverjar ekki bara á hraðleið upp einkaframtaksstigann um þessar mundir.

Verðum við ekki bara að horfast í augu við það að uppátæki og prakkarastrik verða ekki svo auðveldlega barin niður.

Í lokin, hvað gerir forseta Íslands svona miklu merkilegri en forseta Bandaríkjanna?

Ragnhildur Kolka, 12.12.2007 kl. 11:13

8 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég er alveg sammála þér Kolbrún. Það er undarlegt spaug sem felst í því að villa á sér heimildir í þeim tilgangi að hrekkja fólk. Í sjálfu sér ekki alvarlegt ef um fólk sem þekkir hvert annað er að ræða en að gera þetta opinberlega á þennan hátt er svolítið skrýtið.

Steingerður Steinarsdóttir, 12.12.2007 kl. 14:00

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég myndi skamma hann fyrir uppátækið en jafnframt hrósa honum fyrir líflegt ímyndunarafl og góðan árangur við að rugla fullorðið fólk með athyglisbrest upp úr skónum og svo myndi ég hvetja hann til að beina hæfileikunum í jákvæðari brautir. Sem ég er viss um að hann gerir.

Baldur Fjölnisson, 12.12.2007 kl. 18:59

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þegar ég sá fréttina fyrst brá mér nokkuð, og sérstaklega þegar hann hafði blandað forsetaembætti okkar í málið. Fannst þetta mikill glannaskapur.

Ég get ekki neitað því að síðan hefur mér orðið á að brosa af þessum prakkaraskap.  Það verður fróðlegt að fylgjast með drengnum í framtíðinni.   Það rætist oft vel úr svona hugmyndaauðugum prökkurum þegar þeir átta sig á alvöru lífsins.

Ágúst H Bjarnason, 13.12.2007 kl. 10:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband