Nýjustu færslur
- 19.11.2024 Hef ekki lent í öðru eins við að koma máli á dagskrá
- 18.11.2024 Máttur samtryggingarinnar
- 16.11.2024 Reynsla sem sálfræðingur rak mig í pólitík
- 14.11.2024 Endurskoða hugmyndir um bílastæðahús- fjölnotahús, skoða þarf...
- 11.11.2024 Ef byggja á í grónum hverfum gengur ekki að vera með einhvern...
- 2.11.2024 Of mikið af kærum
- 2.10.2024 Upplýsingaóreiða bílastæðakjallara og húsa, einkarekin eða bo...
- 1.10.2024 Íbúar hafa lengi verið að kalla eftir auknu umferðaröryggi vi...
- 26.9.2024 Eyðublöð í þúsunda tali við að svara einföldum já/nei spurningum
- 22.8.2024 Bráðavandann í umferðinni verður að leysa
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Helgi Seljan
- ADHD
- Ágúst H Bjarnason
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés.si
- Andri Heiðar Kristinsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Ásta Kristín Norrman
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Benedikt Halldórsson
- Bleika Eldingin
- Bwahahaha...
- Bragi Þór Thoroddsen
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Dögg Pálsdóttir
- Dúa
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Karl Gauti Hjaltason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gúnna
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðjón Bergmann
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Pálína Karlsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Handtöskuserían
- Hanna
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helga Lára Haarde
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hulda Dagrún Grímsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Húsfreyja
- Snorri Bergz
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- íd
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Sigurður Einarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Sólveig Klara Káradóttir
- Magnús Paul Korntop
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Lífsýn fræðsla og forvarnir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Linda Lea Bogadóttir
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Pálsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Marta B Helgadóttir
- Methúsalem Þórisson
- mongoqueen
- Morgunblaðið
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Ólafur Örn Nielsen
- Jón Svavarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Helgi Kristófersson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Katrín
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Sigurður Rúnar Sæmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Birgir R.
- Hreiðar Eiríksson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefana Gunnlaug Karlsdóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Jóhann Pétur
- Sunna Dóra Möller
- superhúsfrú
- Johann Trast Palmason
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þorsteinn Magnússon
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Vefritid
- Vertu með á nótunum
- Vilborg G. Hansen
- Elsabet Sigurðardóttir
- Kjartan Magnússon
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftslag.is
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Skúmaskot tilverunnar
- Stefán Júlíusson
Skuldir vegna jólanna
8.1.2008 | 13:47
Þá er komið að því að gera upp reikninga sem tengjast útgjöldum vegna jólahalds í tilvikum þeirra sem ekki gátu greitt vörurnar að mestu út í hönd þ.e. áttu fyrir þeim. Næstu vikur og mánuðir fara hjá mörgum í að greiða fyrir jólagjafirnar, jólafötin og jólamatinn og annað það sem sérstaklega tengdist jólahátíðinni.
Það er ekki bara að jólaundirbúningurinn er farinn að hefjast fyrr með tilkomu jólaskreytinga í verslunum og á götum úti jafnvel um miðjan nóvember heldur lýkur þeim einnig seinna sérstaklega hjá þeim sem eiga eftir að greiða upp skuldir sem tengjast þeim.
Hjá þeim er ,,jólunum kannski ekki alveg lokið fyrr en síðustu kreditkortafærslurnar hafa horfið af yfirlitinu.
Sá hópur sem bíður þess að borga þessar skuldir er vísast til fjölbreyttur. Gera má því skóna að ákveðinn hluti séu þeir sem hafa ekki nóg að bíta og brenna vegna lágra launa, veikinda, örorku eða annarra ástæðna en vilja þrátt fyrir bágborinn efnahag gleðja ástvini sína og tryggja þeim gleðilegar minningar um gjafir og góðan mat þessi jól.
Annar hluti þessa hóps hefur einfaldlega eytt um efni fram jafnvel langt umfram greiðslugetu. Þeir kunna að hugsa sem svo að þetta séu nú einu sinni jól og því engan veginn hægt að sætta sig við annað en að kaupa margt og mikið hver svo sem efnahagurinn er. Sumir hafa gert það að venju sinni að greiða fyrir vörur með jöfnum afborgunum þ.e. greiðsludreifingu.
Enn annar hluti þessa hóps er fólk sem sér kannski ekkert fram á að geta greitt þessar skuldir, hvorki nú né síðar. Þeir kunna að hafa misst sjónar af sambandinu milli þess sem þeir eiga eða eru líklegir til að eignast og þess sem þeir skulda. Í þeirra huga er staðan einfaldlega svo slæm að ekki skipti máli þótt hún versni.
Svona er þetta mismunandi hjá fólki í okkar þjóðfélagi.
Flokkur: Peningamál | Breytt s.d. kl. 15:18 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Í þínum sporum. Höldum saman gegn einelti og kynferðislegri áreitni Verkfærakista við úrvinnslu eineltismála. Frjáls og frír aðgangur
- Heimasíða Kolbrúnar Baldursdóttur Sálfræðistofan, greinar og námskeið
Nóv. 2024
Af mbl.is
Nýjustu færslurnar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
- Flokkur fólksins
33 dagar til jóla
Um bloggið
Kolbrún Baldursdóttir
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Takk fyrir síðast.Ég er fyrir löngu hætt að nota vísa til jólafyllirís.Staðgreiði það sem keypt er og mánaðarmótin Jan-feb ávalt góð hjá mér. Svo er ég allt árið að kaupa jólagjafir.Byrjaði seint síðasta ári eða í Júlí.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 14:10
Allt staðgreitt hjá okkur Langar ekki einu sinni í kreditkort.
Bryndís R (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 15:14
Ég staðgreiði alltaf jólin.
Tak for sidst, virkilega gaman að hitta þig.
Marta B Helgadóttir, 8.1.2008 kl. 17:30
Sem betur fer notaði ég ekki vísa ekki þessi jól annars mjög góð grein hjá þér Kolbrún mín
Kristín Katla Árnadóttir, 8.1.2008 kl. 17:39
Núna bíð ég eftir upphrópun Jóhönnu Sigurðardóttir, vegna skuldsettra heimila...Landinn strauaði kreditkortin til hins ýtraðsta nú sem aldrei fyrr og þarf að borga reikninginn í byrjun febrúar nl.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 8.1.2008 kl. 20:37
Takk fyrir síðast Kolbrún.
Þegar ég fór að nota debetkort í stað kreditkorta og eiga innistæðu á reikningnum frekar en yfirdrátt varð ég frjáls. Nú staðgreiði ég flestallt sem ég kaupi.
Ágúst H Bjarnason, 8.1.2008 kl. 22:46
"Skuldir heimilanna" og skuldir heimilanna/heimilismannanna.
Það hafa það alls ekki eins margir skítt og þeir vilja vera láta. Gott og vel, þeir hafa það reyndar ekki svo gott, en vítið er sjálfskapað. Hver biður fólk að taka rúmt fasteignalán til að "uppfæra" heimilisbílinn (sem er kannski alveg nógu góður)? Hvers vegna er ekki hægt að komast af á litlu heimili án þess að eiga öll heimilistæki sem fundin hafa verið upp? Sem heimta svo meiri orkukostnað en ella. Hvaða glóra er í því að fá lán fyrir utanlandsferð og vita svo allan tímann að maður á eftir að þræla fyrir þessu? Mér finnst betra að leggja inn á gjöfulan reikning og eiga svo fyrir staðgreiðslu. T.d. fór ég með tveggja ára milli bili í ferðir sem kostuðu dálítinn skilding (240-250þús hvor) Lagði inn 10þús kall á mánuði (afar samansaumuð) svo ég átti fyrir ferðinni eftir 24 mánuði. Nú er ég lengra komin, farin að leggja inn 20þús á mánuði (ennþá nískari en áður) og fer árlega í flotta reisu, nema ef ég nenni ekki að fara neitt, þá safna ég bara auðæfum þangað til eitthvað rekur á fjörurnar... og á bara vel fyrir því.
Beturvitringur, 9.1.2008 kl. 00:47
Gallinn við að nota debetkort er færslugjald sem bankarnir taka í hvert skipti sem kortinu er rennt í gegn. Þetta getur orðið talsverð upphæð á ári fyrir þann sem notar einvörðungu debetkort til að greiða með.
Kolbrún Baldursdóttir, 9.1.2008 kl. 09:14
Hafa ber í huga að kreditkort er langódýrasta greiðsluaðferðin. Ef að notað er debetkort þá þarf að borga færslugjöld og varan er borguð strax. Ef að notað eru seðlar þá er nú svo komið að það þarf yfirleitt að borga þegar teknir eru út peningar auk þess að varan er borguð strax. En ef að notað er kreditkort þá sleppur maður að borga öll færslu-, og úttektargjöld og varan er ekki borguð strax þar sem kreditkortareikningurinn er ekki borgaður nema mánaðarlega. Auk þess er hægt að tengja kreditkortið við allskonar vildarklúbba og þá er hægt að fá pening endurgreiddan eða hina og þessa punkta eða ferðaávísanir í samræmi við veltu.
En það er ekki allra að nota kreditkort. Kreditkortanotkun leiðir oft til þess að notaðir eru meiri peningar en ætlast er, jafnvel meira en maður þénar. Þannig verða kreditkort langdýrasta greiðsluaðferðin þegar reikningurinn er ekki greiddur mánaðarlega. Greiðsludreifingar og dráttarvextir er það dýrasta í bankakerfinu.
Fyrir mig þá sýnist mér að það hefði kostað mig c.a. 50.000 kr., árið 2006, að borga með debetkorti í stað kreditkorts. Manni munar um það.
Ólafur Guðmundsson, 9.1.2008 kl. 11:19
Það tók mig nokkur ár að venjast Vísakortinu hér í denn og að það kæmi alltaf að skuldadögum. Bæði skynsemi og efnahagur batnar reyndar með árunum hjá flestum og það er orðið ansi langt síðan ég þurfti að borga jólin á Vísa-raðgreiðslum (smá ýkt). Tek það fram að ég var samt ekki eyðslusöm, frekar nægjusöm en var á "konulaunum", ein með barn að kaupa íbúð og rosalega erfitt að ná endum saman. Visa getur bjargað í neyð ef maður missir sig ekki í eyðslunni.
Það myndi líka margt batna ef við Íslendingar værum ekki svona spenntir fyrir tilboðum á t.d. raftækjum, leikföngum og byggingavörum. Fólk flytur inn í nýuppgerða íbúð, rífur allt út og gerir upp eftir eigin smekk, kastar milljónum í súginn. Við sem ekki látum svona (seinni árin) lendum samt í að vera refsað með aðgerðum stjórnvalda sem miða að því að draga úr neyslu. Arggg, ég er að missa mig. Við högum okkur eins og nýríkir bjánar sem væri í lagi ef við værum ekki með allt á yfirdrætti ...
Sorrí, ætlaði ekki að fara að blogga á blogginu þínu ... heheheh
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.1.2008 kl. 11:25
Takk fyrir síðast Kolbrún.
Ég vil taka undir með Betrivitring, þetta með að þjóðin, en ekki ríkisstjórnin eða "þeir", fór með efnahagsmálin með þessari meðferð "húsnæðislánanna".
Ég tek líka undir þetta með þér Gurrí og takk fyrir síðast.
Ertu búin að tala yfir hausamótum Kolbrún?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.1.2008 kl. 21:48