Áhugaverður fundur á laugardaginn, opinn öllum

Hér er dagskráin. 

Eru ljón á veginum? Reynslusögur frumkvöðla.

Hádegisverðarfundur Hvatar, laugardaginn, 24. maí kl. 12:00 – 14:00 í Víkingasal Hótel Loftleiða – allir velkomnir.

Aðgangseyrir 2000,- hádegisverður innifalinn.

Dagskrá:
12:15  Setning- Áslaug Friðriksdóttir, formaður Hvatar
12:20  Ávarp - Guðfinna S. Bjarnadóttir
12:30  Reynslusaga - Valgerður Hjartadóttir - Karitas
12:45  Reynslusaga - Unnur Stefánsdóttir, leikskólar Heilsustefnunnar
13:00  Reynslusaga - Halla Margrét Jóhannesdóttir og Margrét Vilhjálmsdóttir, leikkonur
13:15  Reynslusaga - Rúna Magnúsdóttir - Tengjumst
13:30  Auður Capital - Þóranna Jónsdóttir
13:45  Umræður
14.00  Fundi slitið

Fundarstjóri verður Hafdís Jónsdóttir í World Class.
Á meðan á fundi stendur verður borinn fram hádegisverður: Sítrusmarineruð kjúklinga- og grænmetisspjót með kryddsalati, ítölsk ostakaka og kaffi. Aðgangseyrir er kr. 2.000,-  og er maturinn innifalinn í verðinu.

Hlutur kvenna í nýsköpun og frumkvöðlastarfi er mun minni en karla, okkur langar að fá innsýn inn í sögu þeirra kvenna sem fetað hafa braut einkaframtaksins og fylgt sinni sýn. Voru einhver ljón á vegi þeirra, hvaðan kom krafturinn til að fylgja sýninni, hverjir eru kostir þess að starfa í þessum fyrirtækjum miðað við það að starfa t.d. hjá ríki eða bæ að sambærilegum störfum.

Fundurinn er öllum opinn. Vinsamlega tilkynnið komu í síma 515 1700 eða sendið tilkynningu um þátttöku á netfangið aslaug@sja.is eða á xd@xd.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta virðist mjög áhugavert. Takk fyrir að vekja athygli á þessu.

Steingerður Steinarsdóttir, 22.5.2008 kl. 10:10

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir þetta.

Marta B Helgadóttir, 22.5.2008 kl. 14:42

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir þetta Kolbrún mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.5.2008 kl. 14:57

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband