Bílakirkjugarður við Suðurlandsveg

Þegar ekinn er Suðurlandsvegur í átt til Reykjavíkur má sjá þegar komið er rétt austan við Rauðavatn að víða við þjóðveginn er búið að leggja merktum bílum með máluðum auglýsingaskiltum á hliðum.  Þessum bílum hefur verið lagt óskipulega og minnir einna helst á bílakirkjugarð þar sem mest hefur verið lagt af þeim. 

Þetta er ekki bara sjónmengun heldur draga auglýsingabílarnir athyglina frá akstrinum.
Hvet fólk til að skoða þetta.

Þarf ekki löggjafinn að taka á þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo hjartanlega sammála! Ég myndi ætla sem svo að þetta væri til að bjóða hættunni heim ef ökumenn fara að reyna að lesa auglýsingar á ferð. Þessutan eins og ´þú segir er þetta afskaplega hvimleið sjónmengun.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 09:06

2 identicon

Ása (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 10:22

3 identicon

Allt er nú hægt að láta fara í taugarnar á sér

Jón (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 10:55

4 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Eitthvað rámar mig í fréttir liðinnar viku um að framvegis þurfi stöðuleyfi frá borgaryfirvöldum fyrir svona auglýsingabíla.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 5.8.2008 kl. 11:51

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband