Ímynd stjórnmálaflokkanna, sjá skoðanakönnun hér til hægri

Ég var á afar áhugaverðum fyrirlestri í dag í Odda en þar fjallaði Þórhallur Guðlaugsson dósent við viðskiptafræðideild HÍ um markaðsfræði í tengslum við stjórnmálaflokka landsins.

Í fyrirlestrinum fór Þórhallur yfir nýlega grein sína sem ber heitið
Markaðsfræðilegt sjónarhorn á stöðu stjórnmálaflokka fyrir Alþingiskosningarnar 2007,
sem birt er í 1. tbl. 4. árg. 2008 í Stjórnmál og stjórnsýsla, veftímarit.

Skoðunarkönnun sú sem ég hef sett af stað á bloggsíðunni tengist efni þessa fyrirlesturs Þórhalls. Hann birtir í greininni niðurstöður sínar á könnun sem hann gerði á hvernig ungt fólk skynjaði stöðu stjórnmálaflokkanna. Leitað var svara með hvaða hætti viðfangið tengdi stjórnmálaflokkanna við þætti eins og:

Spilling
Ásókn í völd
Atvinnulífið
Umhverfismál
Þjóðerniskennd
Velferðarmál
Samstaða
Traust.

Ég vil hvetja fólk sem hefur áhuga á þessum niðurstöðum að kynna sér þær hjá Þórhalli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er löngu búin að missa trú á að hugur fylgi orðum hjá öllum þessum stjórnmálaflokkum varðandi velferðarmál og get því ekki kosið.

Sigrún Jónsdóttir, 7.8.2008 kl. 11:21

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ekki alveg á sama máli og Sigrún!!! ennþá er von/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.8.2008 kl. 17:36

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband