...erilsamt var hjá lögreglu...

Útihátíđarhelgin mikla er nú ađ baki og gekk ađ mestu vel eftir ţví sem nćst verđur komist. Allavega liggur enginn í valnum hvorki eftir umferđarslys né líkamsárásir og fyrir ţađ erum viđ ţakklát.

Í fréttum af helginni segir gjarnan erilsamt var hjá lögreglu, hvađ svo sem ţetta erilsamt ţýđir nákvćmlega. Stundum fylgir fréttinni um eril lögreglunnar ađ 2 hafi setiđ fangageymslur og stundum 20. Hvort heldur tveir eđa tuttugu er lýsingin sú sama: erilsamt var hjá lögreglu.

Í huga mínum lítur ţetta ţannig út ađ býsna vel hafi gengiđ á Akureyri svo ekki sé minnst UMFÍ mótiđ í Ţorlákshöfn og á mörgum öđrum smćrri útihátíđum um land allt.
Ţjóđhátíđ í Eyjum var e.t.v. helst til of skrautleg eđa hvađ?

Ţessi árvissi atburđur ađ menn kveiki í tjöldum í hátíđarlok er sérkennilegur og örugglega ekki í ţökk allra ţeirra sem tapa dýrum útilegubúnađi. Ţjóđhátíđin var afar fjölmenn og hefđi orđiđ enn fjölmennari ef veđur hefđi ekki hindrađ brottför ţeirra sem ćtluđu út í Eyjar á sunnudeginum. Lýsingar á hvernig Dalurinn er útleikinn eftir hátíđina eru svakalegar og ćriđ verkefni framundan ađ hreinsa svćđiđ og koma öllu í viđunandi horf aftur. 
En ef Eyjamenn eru ánćgđir, gestir ţeirra og ađstandendur sömuleiđis ţá getum viđ hin einnig glađst.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Gauti Hjaltason

Ţađ er ótrúlegt ađ horfa upp á allan ţann útilegubúnađ sem varđ eftir í dalnum eftir Ţjóđhátíđ, fleiri hundruđ tjöld, svefnpokar, dýnur, stólar og annađ.  Erfitt er ađ skrifa upp á ađ kreppuástand vofi yfir ţjóđinni, ţegar ungmennin hirđi ekki um verđmćti sín betur en ţetta.

Karl Gauti Hjaltason, 8.8.2008 kl. 15:07

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband