Gleðigangan, gleðin skipti öllu máli en ekki glingrið!

Ásgeir Ingvarsson lýsir vonbrigðum sínum yfir Gleðigöngu Hinsegin daga í pistli í Morgunblaðinu í dag og segir m.a. að hún hafi ekki staðið undir væntingum hvað varðar fyndni, listrænt gildi, skörpustu ádeiluna og að hana hafi skort meiri samkeppni. Þetta gera þeir í Ríó, segir hann, og virðist það heldur betur virka.

Gleðigangan þarf ekki að standast neina samkeppni. Þetta er ekki Karnival eins og skrautgangan í Ríó þar sem keppst er um viðurkenningar og verðlaun.

Þeir sem hafa komið að skipulagningu Hinsegin daga hafa valið að kalla þessa göngu gleðigöngu en ekki kröfugöngu jafnvel þótt hún sé í eðli sínu kröfuganga. Verið er að vekja athygli á ákveðnum hópi einstaklinga í samfélaginu og er hún því ekki svo frábrugðin 1. maí göngunni eða 19. júní göngunni nema e.t.v. að því leytinu til að ívafið er gleði, friður og ósk um að fá að lifa saman í  sátt og samlyndi.
Þeir sem hafa farið í hefðbundnar kröfugöngur vita að í þeim er sjaldnast að finna mikla gleði eða mikinn fögnuð.

Þessi ganga er öllum opin sem vilja taka þátt hvort heldur sem þeir skilgreina sig sem hluti af hópi samkynhneigðra eða hópi annarra samfélagsþegna. Markmiði er að vera með og njóta þess að eiga góðan dag með glöðu fólki.

Hvernig svo sem atriðin voru og hvernig svo sem þau voru upplifuð af öllum þeim þúsundum sem fylgdust með stóð Gangan fyrir sínu einfaldlega vegna þess að hún var skipulögð og sett í framkvæmd af hópi sem vildi vekja athygli á stöðu sinni í samfélaginu. Þess vegna er ekki viðeigandi að bera hana saman við einhverjar skrauthátíðir út í heimi sem aðrir en íbúar viðkomandi lands þurfa að greiða mikið fé ætli þeir að komast á staðinn til að fylgjast með.

Gleðigangan er fyrst og síðast ganga í þágu mannréttinda en ekki ganga glingurs eða hégóma.
Það skiptir því litlu máli HVAR hinn vinsæli Páll Óskar var staðsettur í Göngunni eins og Ásgeir vill meina.  Hann er sama stuðrúsínan hvort heldur hann leiðir gönguna, er í miðjunni eða rekur lestina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér heyrist einna helst að þessi Ásgeir ætti bara að stunda göngur erlendis úr því að krafan er svo á háum standard hjá honum.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 23:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband