Einn góður: Kynlíf þrisvar í viku..

Fékk þennan sendan, langar að deila honum með ykkur enda veitir ekki af smá húmor, gríni og glensi í lok strembinnar viku. Hér kemur hann:

Albert 80 ára keyrði Báru konu sína sem er 75 ára til heimilislæknis í hefðbundið eftirlit.
Læknirinn: Þú ert eins og nýleginn túskildingur Bára! Ég mæli samt eindregið með því að þú hreyfir þig meira til að halda þér við. Jafnvel reglubundið kynlíf, segjum þrisvar í viku, myndi uppfylla þá þörf.
Bára: Þarf það að vera þrisvar í viku?
Læknirinn: Já, það er algjört lágmark ef þú færð enga aðra hreyfingu.
Bára: Viltu vera svo góður að segja manninum mínum frá þessu?

Læknirinn kallaði á Albert, sem beið í biðstofunni, og sagði honum að Bára þyrfti að stunda kynlíf þrisvar í viku.
Albert: ÞRISVAR Í VIKU! ....... Á hvaða dögum?
Læknirinn: Hvað segið þið um mánudaga, miðvikudaga og föstudaga?
Albert: Ég get komið með hana á mánudögum og miðvikudögum, en á föstudögum verður hún að taka STRÆTÓ!'





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Það lítur út fyrir að kallin hafi verið búinn að yngja upp

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 11.10.2008 kl. 23:04

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.10.2008 kl. 23:21

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Yndislegt! Gott kynlíf er oft góðra meina bót - þegar það á vel við!

En hvers vegna eru Íslendingar nánast hættir að aka bílunum sínum en eru alltaf úti að keyra? Mér finnst þessi gamla og góða sögn „að aka“ gleymast furðu oft. Og helst af öllu þyrftum við að aka bílunum okkar eftir okkar brýnustu þörfum en ekki á nagladekkjum! Þau eru ótrúlega dýr í rekstri og koma ekki alltaf að notum, rétt eins og getnaðarvarnirnar þegar við hugsum ekki alltaf um afleiðingar gerða okkar!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 11.10.2008 kl. 23:54

4 Smámynd: Dunni

Góður.  Brosið lengir lífið.

Dunni, 12.10.2008 kl. 10:21

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2008 kl. 10:24

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband