Ímynd stjórnmálaflokkanna þegar kemur að velferðarmálum á ÍNN kl. 9

valhollmbl0059582.jpg

Sjálfstæðisflokkurinn og velferðarmálin eru m.a. umræðuefni
Í nærveru sálar á ÍNN í kvöld kl. 9
Gestur er Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur.
Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 1929. Hugmyndafræði sem hann lagði strax fram og kölluð hefur verið sjálfstæðisstefnan, hefur haft þrjú meginstef:
1. Áherslu á einstaklingsframtak og viðskiptafrelsi
2. Uppbyggingu velferðakerfis til að tryggja samstöðu í þjóðfélaginu
3. Áherslu á fullveldi Íslands í samvinnu við bandalagsþjóðir s.s. með aðild að NATO og annarri alþjóðasamvinnu.

Hver er ímynd stjórnmálaflokkanna þegar kemur að velferðarmálum?
Það er mat margra að velferðarmál hafi löngum verið ofar á málefnaskrám miðju- og vinstriflokkanna fremur en stefnuskrám flokka sem skilgreina sig hægriflokka.
En er það þannig í raun og veru?
Þessum spurningum og fleirum mun Stefanía reyna að svara
.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband