Samgleðst fyrrverandi seðlabankastjóra

Ég samgleðst fyrrverandi seðlabankastjóra Ingimundi Friðrikssyni en honum hefur verið boðið starf hjá norska seðlabankanum.

Þarna er á ferðinni maður sem býr yfir mikilli þekkingu á sínu sviði og rekstri seðlabanka. Mér finnst ánægjulegt að vita til þess að kraftar hans fái notið sín og Norðmenn eru heppnir að fá svo hæfan fagmann í sínar raðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er einkennilegt að ríkasta þjóð í heimi getur notað mann sem ekki er hægt að nota í Seðlabanka Íslands. Ég held að það sé verið að hengja bakara fyrir smið. Ég samgleðst honum líka.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 20:36

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Stundum skammast ég mín fyrir framkomu samlanda minna. Til dæmis í hjarðhegðuninni og þráhyggjunni, og svo framkomu gagnvart sómamönnum sem jaðrar við einelti.

Ágúst H Bjarnason, 25.2.2009 kl. 22:41

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband