Að stjórnmálamenn ákveði vexti sagði formaður Framsóknarflokksins

Tímabært að stjórnmálamenn taki ákvörðun um vexti sagði formaður Framsóknarflokksins.

Þessi tillaga er algerlega út í hött. Það er afar mikilvægt að treysta sjálfstæði Seðlabankans og fagaðila um stjórn peningamála og vaxtastefnu hér á landi. Það getur verið að allir séu ekki sammála eða ánægðir með ákveðnar aðgerðir eða vaxtastefnu, enda fer það oft eftir hagsmunum mismunandi aðila. En að ætla að fela þetta í hendur stjórnmálamanna væri glapræði og myndi rýra svo trúverðugleika Íslands að afleiðingarnar gætu orðið mjög alvarlegar. Að koma fram með svona fullyrðingu nokkrum dögum fyrir kosningar í von um að snapa atkvæði er að mínu mati vanhugsað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband