Nýjustu færslur
- 19.11.2024 Hef ekki lent í öðru eins við að koma máli á dagskrá
- 18.11.2024 Máttur samtryggingarinnar
- 16.11.2024 Reynsla sem sálfræðingur rak mig í pólitík
- 14.11.2024 Endurskoða hugmyndir um bílastæðahús- fjölnotahús, skoða þarf...
- 11.11.2024 Ef byggja á í grónum hverfum gengur ekki að vera með einhvern...
- 2.11.2024 Of mikið af kærum
- 2.10.2024 Upplýsingaóreiða bílastæðakjallara og húsa, einkarekin eða bo...
- 1.10.2024 Íbúar hafa lengi verið að kalla eftir auknu umferðaröryggi vi...
- 26.9.2024 Eyðublöð í þúsunda tali við að svara einföldum já/nei spurningum
- 22.8.2024 Bráðavandann í umferðinni verður að leysa
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Helgi Seljan
- ADHD
- Ágúst H Bjarnason
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés.si
- Andri Heiðar Kristinsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Ásta Kristín Norrman
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Benedikt Halldórsson
- Bleika Eldingin
- Bwahahaha...
- Bragi Þór Thoroddsen
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Dögg Pálsdóttir
- Dúa
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Karl Gauti Hjaltason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gúnna
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðjón Bergmann
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Pálína Karlsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Handtöskuserían
- Hanna
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helga Lára Haarde
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hulda Dagrún Grímsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Húsfreyja
- Snorri Bergz
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- íd
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Sigurður Einarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Sólveig Klara Káradóttir
- Magnús Paul Korntop
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Lífsýn fræðsla og forvarnir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Linda Lea Bogadóttir
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Pálsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Marta B Helgadóttir
- Methúsalem Þórisson
- mongoqueen
- Morgunblaðið
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Ólafur Örn Nielsen
- Jón Svavarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Helgi Kristófersson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Katrín
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Sigurður Rúnar Sæmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Birgir R.
- Hreiðar Eiríksson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefana Gunnlaug Karlsdóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Jóhann Pétur
- Sunna Dóra Möller
- superhúsfrú
- Johann Trast Palmason
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þorsteinn Magnússon
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Vefritid
- Vertu með á nótunum
- Vilborg G. Hansen
- Elsabet Sigurðardóttir
- Kjartan Magnússon
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftslag.is
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Skúmaskot tilverunnar
- Stefán Júlíusson
Hvernig lítur þetta út? Framsókn tækifærissinnaðir en hvað munu þingmenn Sjálfstæðisflokksins gera?
10.5.2009 | 20:07
Ég er smá áhyggjufull varðandi það að leggja ESB aðildarákvörðunina fyrir þingið. Formaður Framsóknar virkar svo tækifærissinnaður í svörum. Það er aldrei að vita hvað þeir taka upp á að gera. Spurning líka hvort Jón Bjarnason sé nógu framsýnn. Framsýni og fyrirhyggja er það sem þarf nú að stjórna ferð, ekki hvað síst í landbúnaðarmálunum.
Ég ætla svo rétt að vona að þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðji tillögu um viðræður þegar hún kemur fyrir þingið. ESB er eins og ég sé þetta og hef oft tjáð mig um, stór hluti af því að komast út úr þessum rústum.
Ósk um viðræður mun auka trúverðugleika okkar, skapa traust á alþjóðavettvangi og gefa til kynna að þjóðin hafi yfir höfuð einhverja framtíðarsýn í efnahagsmálum.
Þar til annað kemur í ljós, sýnist mér kostirnir mun fleiri en gallarnir.
Hlakka til að fá að kjósa um þetta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:09 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Í þínum sporum. Höldum saman gegn einelti og kynferðislegri áreitni Verkfærakista við úrvinnslu eineltismála. Frjáls og frír aðgangur
- Heimasíða Kolbrúnar Baldursdóttur Sálfræðistofan, greinar og námskeið
Nóv. 2024
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241122
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
- Geti ekki brotið verkfallslög
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
Athugasemdir
Hvorki þingmenn Sjálfstæðisflokksins né forysta flokksins hafa neina heimild frá landsfundi hans til þess að styðja viðræður um inngöngu í Evrópusambandið. Í upphaflegum drögum um Evrópumál var kveðið á um slíka heimild en henni var einfaldlega hafnað. Ef Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í einhverju fjárhættuspili með fullveldi landsins er ég hræddur um að það verði fólksflótti úr honum. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun er meirihluti sjálfstæðismanna ekki aðeins á móti inngöngu í Evrópusambandið heldur sömuleiðis viðræður um inngöngu. Það leyndi sér heldur ekkert hvað mikill meirihluti fulltrúa á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins þótti um inngöngu í sambandið eða viðræður um slíkt.
Hjörtur J. Guðmundsson, 10.5.2009 kl. 20:50
Hjörtur, stór hluti þar eins og ég skil þetta var á öðru máli. Ég óttast að þessi niðurstaða landsfundar eigi eftir að skaða flokkinn.
Við það er ég ekki sátt.
Kolbrún Baldursdóttir, 10.5.2009 kl. 21:02
Stór hluti á landsfundinum? Það var varla neinn að tala fyrir inngöngu í Evrópusambandið á honum en mikill fjöldi hins vegar gegn henni. Það var alveg ljóst hver afstaða meirihlutans þar var. Allt bendir einfaldlega til þess að Sjálfstæðisflokkurinn ætti á hættu að skaðast margfalt meira ef hann tæki stefnu á Evrópusambandið en með því að halda fast við þá stefnu að vera andvígur inngöngu í það.
Hjörtur J. Guðmundsson, 10.5.2009 kl. 22:41
Hvorki þingmenn Sjálfstæðisflokksins né forysta flokksins hafa neina heimild frá landsfundi hans til þess að styðja viðræður um inngöngu í Evrópusambandið. Þetta er hárrétt er fullyrðing hjá Hirti að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi ekki gefið leyfi fyrir viðræðum um inngöngu í ESB. Hitt er annað að þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa eins og aðrir þingmenn, stjórnarskrárvarin rétt til þess að greiða atkvæði eins og samviska þeirra segir til um. Því er ekki hægt að segja til um það fyrirfram hvernig þingmenn flokksins munu kjósa þegar málið kemur til kasta þingsins.
Rétt er einnig að benda á að flest bendir til þess að niðurstaða landsfundar um ESB inngöngu, hafi orðið til þess að stór hluti fylgismanna aðildar meðal kjósenda flokksins, hafi snúið sér að Samfylkingunni í nýafstöðum kosningum. Semsagt afstaða landsfundar um ESB aðild stórskaðaði flokkinn í kosningunum. Það skal svo ósagt látið hvort flokkurinn hafi skaðast meira eða minna ef niðurstaða landsfundar þeirra um ESB inngöngu hafi verið á annan veg.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 11:03
Kæra Kolbrún, ESB kemur okkur ekki út úr vandræðunum sem við höfum ratað í, ef eitthvað er þá er ESB ásamt ýmsu/m öðru ástæðan fyrir erfiðleikunum. Hvað trúverðugleika varðar, þá fæst hann ekki, hvorki frítt né gegn gjaldi frá ESB.
Með inngöngu í ESB værum við að fjötra okkur við alla þá vitleysu sem þaðan kemur til frambúðar og munum ekki hafa neitt um eigin málefni að segja.
Komum við til með að fá að kjósa um stjórnarskrá ESB (Lissabonsáttmálann) ? eða komum við til með að fá að kjósa um nokkurn skapaðan hlut yfir höfuð þegar búið verður að troða okkur inn í ESB ? ég held ekki, ekki neitt af því sem kemur til með að skipta okkur máli.
Því segi ég: ESB, nei takk.
Að Jóhanna og Sandfylkingin ætli sér að hundsa Íslenska þjóð og leyfa henni ekki að ákveða hvort sótt verði um eða ekki er forkastanlegt. Lýðræðishjal Jóhönnu er ekkert annað en lýðskrum.
Bestu kveðjur, með von um að Ísland verði fullvalda þjóð til langrar framtíðar.
Tómas Ibsen Halldórsson, 11.5.2009 kl. 13:03