Sérsveitarhugmyndin kynnt fyrir menntamálaráðherra og fleirum í ÍNS á ÍNN 18. maí

naerverusalar_hopurinn_snyrt18may09.jpg Dæmi eru um að sagt sé frá því að skóli hafi jafnvel hunsað að horfast í augu við svæsið eineltismál eða telji sig hafa unnið í því að bestu getu jafnvel þótt aðstandendur þolanda fullyrði að málið sé enn með öllu óleyst. Það er í svona tilvikum sem fólk fyllist vanmætti og spurt er hvort ekki sé neitt við ráðið?

Sérsveitarhugmynd til lausnar.
Það er með einföldum hætti hægt að búa til kerfi í formi teymis sem færi í gang ef skólinn hefur ekki geta leitt einstakt eineltismál til lykta.

Hér er mikilvægt að taka fram að með þessari hugmynd er ekki verið að taka ábyrgðina af skólastjórnendum heldur er hér átt við að teymið komi einungis til hafi ekki tekist að mati þolanda og foreldra hans eða skóla að leysa málið innan skólans.

Til að þessi hugmynd geti orðið að veruleika þurfa stjórnvöld að leggja henni lið. Öðruvísi er ekki hægt að tryggja óheftan aðgang á vettvang og opin samskipti við alla þá sem að málinu koma.  Um sérstakt fagteymi sem þetta þarf að búa til ramma og reglugerð þar sem fram kemur hlutverk þess og hvernig því er ætlað að þjóna þolendum eineltis sem telja sig ekki fá lausn sinna mála á þeim vettvangi sem eineltið á sér stað.

Hugmyndin er þessi í hnotskurn:
Ráðuneyti og/eða sveitarfélag standi að myndun fagteymis sem samanstendur t.d. af sálfræðingi, lögfræðingi og sé teymið ætlað að sinna grunnskólum sérstaklega þá einnig kennara og námsráðgjafa (3-5). Teymið þarf að hafa fullt sjálfstæði í vinnubrögðum og með hvaða hætti það velur að vinna í málinu enda sérhvert mál einstakt og útheimtir mismundandi útfærslur.

Annað kvöld í Í nærveru sálar (ÍNS) á ÍNN.
Gestir: Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, Auður Stefánsdóttir, skrifstofustjóri Menntasviðs, Selma Júlíusdóttir, skólastjóri Lífsskólans og Kristinn Breiðfjörð, formaður Skólastjórafélagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stúlka í skóla á Austurlandi varð fyrir einelti og var á endanum hrint niður stiga þannig að framtennur brotnuðu.

Þegar móðirin svo talaði við skólastjórann um að tryggingafélag skólans borgaði tannviðgerðirnar og hvort það yrði þá ekki tekið á eineltinu þegar það væri farið að kosta tryggingarnar peninga þá endaði samtalið svona:

Móðirin: Tryggingafélaginu getur nú varla verið sama að þetta sé vegna eineltis.

Skólastjórinn: Ja, við þurfum nú ekkert að segja frá því.

Fransman (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 12:38

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Það má finna ýmiskonar dæmi þar sem foreldrar hafa ekki fengið lausn þessara mála fyrir börn sín.

Margir skólar eru til fyrirmyndar í þessum efnum enda er það í þeim skólum hvað helst sem tilvik um einelti koma sjaldnast upp eða í það minnsta fá ekki að festa rætur þar sem tekið er jafnhraðan á þeim. Menning hvers skóla skiptir miklu máli.

 Úrlausn eineltismála og hvernig til tekst eru að mestu í höndum skólastjórnenda. Í þeim skólum þar sem stjórnendur eru ekki að bregðast við þarf að vera annar farvegur fyrir foreldra að leita í.

Takk fyrir að deila þessu með okkur.

Kolbrún Baldursdóttir, 18.5.2009 kl. 14:45

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband