Fullt hægt að gera frítt!

Það var skemmtileg samantekt í DV um daginn um hluti sem kosta ekkert og hvað hægt sé að gera án þess að þurfa að greiða fyrir það. Eina sem þarf er bara hugmyndaflug og svo að drífa sig af stað.

Greinin var kaflaskipt í Útivist, Hreyfing, Góðgerðarstarf, Veraldarvefurinn, Menning, Þjónusta, og síðan Landsins gæði og Hitt og þetta.

Undir yfirskriftinni Hitt og þetta var t.d. heimsókn til vina og vandamanna, fara á stefnumót og já síðan stunda kynlíf sem eins og höfundur segir, er að öllu jöfnu ókeypis, hvort heldur það er gott eða lélegt.

Fyrir þá sem eru verulega verkefnalausir og finnst tilveran grá má t.d. skoða hús á sölu án þess að kaupa, nú eða taka þátt í mótmælum. 

Enginn aðgangseyrir er heldur að einu af stærsta leikhúsi landsins sem að mati höfundar er sjálft Alþingi Íslendinga. Á Alþingi fer fram dagskrá sem getur bæði verið áhugaverð og skemmtileg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mánudaginn 8. júni kl. 20.00 verður opinn umræðu og undirbúningsfundur í Borgartúni 3.
Við munum ræða komandi opinn borgarafund sem á að halda fljótlega.
Erum þegar búinn að fá svar frá Michael Hudson og hefur hann samþykkt að mæta.
Erum að bíða eftir svari frá AGS en það verða vonandi komar fréttir af þeim á mánudaginn.
Munum einnig ræða þá stöðu sem upp er er komin vegna Icesave.

 

Allir velkomnir
Nefndin
P.s Ég hvet alla til að rísa upp úr sófanum og láta sjá sig á þverpólitískum Borgarafundum. Þar rúmast allar skoðanir og óhætt að láta þær í ljós.
Að stuðla að réttlæti, í ranglátum heimi, er allra meina bót.
  Með góðum kveðjum. - Helga Björk

Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 17:13

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki má gleyma bókasöfnunum þar sem gjaldið er nánast ekkert yfir árið og hægt er að fá sér eins margar bækur að lesa og maður vill. Og vinir manns kosta ekkert! Eða veðrið sem er fullkomlega ókeypis!

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.6.2009 kl. 12:48

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

þörf ábending hjá ykkur. Kolbrún min þú ert að nota þína góðu hugsun til að hvetja okkur. Hefur hjartað á rétta staðnum. Takk fyrir þetta innlegg.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.6.2009 kl. 16:19

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband