Mikil fjölgun í Sólóklúbbnum í kjölfar þáttarinns

solo_paris_naerverusalar46_861333.jpgÞað hefur orðið 44% fjölgun í Sólóklúbbnum eftir að þátturinn Í nærveru sálar var sendur út 27. apríl sl. sem fjallaði um starfssemi Sólóklúbbsins og félagsins Parísar.

Þessir tveir klúbbar standa opnir öllum þeim sem eru einhleypir og langar til að gera skemmtilega hluti með skemmtilegu fólki.

Kristín frá Sólóklúbbnum tjáði mér í gær að hún hafi síst átt von á svo jákvæðum og miklum viðbrögðum sem raun bar vitni. Fólk hringdi í hana persónulega og stór hópur gekk til liðs við félagsskapinn vikurnar eftir útsendingu. Meðlimir í Sólóklúbbnum eru nú alls 130.  Ég hef ekki náð sambandi við Sigríði sem er í forsvari fyrir París til að kanna hvort þessu sé eins farið hjá þeim.
www.paris.is
www. soloklubburinn.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband