Þekki þið svona manneskju?

Ég er að leita að manneskju sem er þekkt fyrir að búa yfir þeim eiginleikum að vera jákvæð, glaðlynd, tilfinningarík, lætur sér annt um náungan, ófeimin, vel að sér á helstu sviðum mannlífsins, raunsæ, heiðarleg, víðsýn, kjarkmikil og kraftmikil. Manneskju sem lætur illa að vola og kvarta þótt aðstæður sé erfiðar og kýs frekar að bretta upp ermarnar og leita lausna.
Þekkið þið einhvern sem þessi lýsing á við?

Ef svo er, endilega látið mig vita annað hvort hér á bloggsíðunni eða með tölvupósti: kolbrunbald@simnet.is eða kolbrunb@hive.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag Kolbrún. Nei ekki sem fyllir þetta allt.

Hins vegar hafði textinn þinn svo sterk áhrif á mig. Fann hvað orð geta haft rík áhrif. Varð bara hress og kát og horfi nú björtum augum fram á við alla vega til hádegis ..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 11:20

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sigurjón Árnason.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.6.2009 kl. 11:43

3 identicon

Ég mundi halda að þetta ætti við mig.

kv/g

Guðbjörg Runólfsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 17:54

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Lára Hanna passar vel við þessa lýsingu.

Hrannar Baldursson, 14.6.2009 kl. 18:32

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, ég er svo rosalega heppinn að ég þekki þó nokkrar svona manneskjur, sem eru gæddar öllum þessum kostum!

Enda er ég lukkunnar pamfíll !

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.6.2009 kl. 18:53

6 identicon

Ég þekki enga konu sem þetta á við um, en nokkra karlmenn.

Hetjan (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 16:26

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband