Að lifa með Psoriasis (þátturinn endursýndur 20. nóv.)

naerverusalarpsoriasiskr102.jpg

Hve margir vita að það eru 125 milljónir manna með Psoriasis í heiminum og á Íslandi er allt að níu þúsund manns greindir með sjúkdóminn og enn fleiri ef þeir eru taldir með sem glíma við aðra exemsjúkdóma.

Oftast kemur psoriasis fram á aldrinum 17-25 ára. Ekki er óalgengt að börn glími við ýmis konar exemsjúkdóma.

Alheimsdagur Psoriasis var þann 29. okt. sl. en hann var haldinn fyrst  2004. Nú í ár var Bláa Lóninu með Grím Sæmundsen, lækni og forstjóra Bláa Lónsins í fararbroddi veitt viðurkenning fyrir framlag til málefna psoriasissjúklinga.

Í Í nærveru sálar hinn 16. nóvember ræðir Valgerður Auðunsdóttir formaður Samtaka Psoriasis og exemsjúklinga um þessi mál. Hún segir okkur m.a. frá hvenær félagið var stofnað hér á landi og hvert hlutverk og markmið þess er.

Ennþá ríkja einhverjir fordómar í garð þeirra sem glíma við húðsjúkdóma. Mörgum hryllir við að sjá hvernig húð psoriasissjúklinga getur verið undirlögð af blettum og sárum sem einkenna sjúkdóminn.  Kynning og fræðsla skiptir því höfuðmáli ef takast á að upplýsa fólk um staðreyndir og þar með draga úr fordómum. Til dæmis halda ennþá einhverjir að Psoriasis sé smitandi.

Valgerður segir frá kynningarátaki á vegum Samtakanna, heimsóknir í skóla og fleira.

Annað sem rætt verður er:

Hvernig lýsir sjúkdómurinn sér?

Getur exem orðið Psoriasis síðar á ævinni?

Hver eru tengslin við erfðarþætti

Hvaða svæði líkamans eru í mestri hættu?

Hver er algengasta þróunin ef einkennin birtast strax á barnsaldri

Hverjir eru helstu fylgikvillar?

Við ræðum um sálfræðiþáttinn í þessu sambandi svo sem að börn sem eru með Psoriasis upplifa mikið álag og óþægindi t.d. þegar þau eru að fara í leikfimi og sund. Einnig þá staðreynd að streita hefur neikvæð áhrif á sjúkdóminn.

Hvernig er hægt að milda líðan barna með húðsjúkdóm?

Til er fræðsluefni eins og barnabókin Lalli og Fagra Klara og

Börn og psoriasis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband