Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2007

Góđur pistill hjá Ellerti í Fréttablađinu 3. febrúar

Ég get ekki annađ en dáđst ađ skrifum Ellerts Schram í Fréttablađinu í dag ţar sem hann skrifar um sérframbođ og sjálfseyđingarhvötina. Hann hittir naglann akkúrat á höfuđiđ og dregur upp raunhćfa mynd af ţví sem er ađ gerast nú í ađdraganda kosninganna. Mađur á ekki til orđ yfir ţví hvađ allir ţeir flokkar, öfl og hópar sem er uppsigađ viđ stefnu og vinnubrögđ Sjálfstćđisflokksins klúđra miklu og eyđileggja fyrir sjálfum sér. Fyrir sjálfstćđimenn er ţetta eins og ađ horfa á skemmtilegt leikrit, farsa. Á tímabili hélt mađur t.d. ađ einhver alvara gćti orđiđ úr ţessu hjá öldruđum og öryrkjum en viti menn nú gátu ţessir hópar ekki einu sinni komiđ sér saman og blasir nú viđ ađ frambođin verđi tvö. Ţvílík ringulreiđ. Ég spyr bara ef ţessi ringulreiđ einkennir ţessa hópa eđa forystumenn ţeirra, hvernig yrđu ţeir ţá í ríkisstjórn. Ţađ eitt sem ţetta fólk, já góđa fólk, virđist vera sammála um, er ađ vera ósátt viđ ríkisstjórnina og vilja koma henni frá. En ađ standa saman í einu liđi er ţeim greinilega um megn. Fyrirsjáanlegt er ađ mörg lítil sérframbođ munu líta dagsins ljós nćstu vikurnar, já svona  litlar grúppur á viđ og dreif sem líklega munu engu ná fram.  Gott fyrir sjálfstćđismenn ţví ţetta eykur líkurnar á ţví ađ Sjálfstćđisflokkurinn muni koma vel út úr kosningunum  í vor.

Matur í grunnskólum og á sjúkrahúsum misjafn ađ gćđum?

Í Fréttablađinu 2. febrúar er pistill um hvernig matur á leikskólum er hvađ gćđi varđar. Anna Sigríđur Ólafsdóttir segir ađ matur á leikskólum sé misjafn ađ gćđum. Í ţessu sambandi velti ég fyrir mér hvernig gćđum er háttađ á matseđli grunnskólanna og einnig á sjúkrahúsunum. Ég var á tímabili tíđur gestur á LSH ađ heimsćkja veikan ćttingja og varđ mér ţá stundum litiđ á bakkelsiđ sem ţar var í bođi međ sídegiskaffinu. Ţar mátti sjá randalínur og kex, já og stundum minnir mig kleinur. Ég veit reyndar ekki hvort nú sé eitthvađ annađ í bođi en fyrir mér var ţetta afar ókrćsilegt. Hvađ varđ um heilkornabrauđiđ og hrökkbrauđ međ osti? Ég hugsa meira ađ segja ţađ sé ódýrari valkostur heldur en sćtabrauđ og kex nema LSH fái alveg sérlega góđan magnafslátt af slíkum vörum.


Fyrsta bloggfćrsla

Ţessi fćrsla er búin til af kerfinu ţegar notandi er stofnađur. Henni má eyđa eđa breyta ađ vild.

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband