Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Sorgleg niðurstaða í Hafnarfiði

Hvað verður nú? Halda þeir í Sól í straumi að allt verði nú bara eins og áður um aldur og ævi?
Ekki líklegt.
Ég ásamt örugglega mörgum öðrum setjum nú stórt spurningarmerki hvort rétta leiðin til að taka ákvarðanir sem þessar sé með íbúakosningu. Ég er jafnframt á því að málið um stækkun eða ekki stækkun álversins sé ekkert einkamál Hafnfirðinga.
Rétt er að líklega verða engar stórbreytingar hvað álverið varðar á morgun, næsta ár eða kannski allra næstu árin. En eins og Rannveig Rist sagði þá rennur raforkusamningurinn út eftir 6 ár. Verksmiðjan stenst auk þess ekki lengur samkeppni og hver vill reka verksmiðju sem ekki stenst samkeppni. Stærsta sorgin við þessa niðurstöðu er að ekki er hægt að flytja verksmiðjuna. Hvað verður um allar þessar byggingar, kerin og önnur tæki og tól sem ekki er hægt að skutla á pallbíl og flytja eitthvert annað.  Þarna fara miklir fjármunir í súginn. Angry


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband