Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Eðalgóð stjórnsýsla. Hrósa ber þeim sem hrós eiga skilið

Þeir eru án efa margir sem standa sig vel í starfi, stjórnendur, millistjórnendur og almennir starfsmenn. Minna fer e.t.v. fyrir því að minnst sé á embætti og aðila sem skila verkefnum sínum vel og heiðarlega. Þeim sem það gera ber að hrósa.

Ég vil í þessu sambandi nefna embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu (LRH). Ég hef nokkrum sinnum haft samband við embættið og þá beint við lögreglustjórann m.a. í tengslum við stjórnarsetu mína í Íbúasamtökunum Betra Breiðholt og einnig í tengslum við öflun upplýsinga vegna undirbúnings sjónvarpsþátta og ávallt hef ég fengið skjót og góð svör. 



Aukið áhorf - Þátturinn, Kynferðislegt áreiti á vinnustað, kominn á visir.is

Skýrsla Capacent-Gallup: ÍNN áhorf, mæling á vikudekkun

25,7% landsmanna horfa á ÍNN samkvæmt Capacent-Gallup.

Samkvæmt nýjust áhorfskönnun (mars) Capacent-Gallup horfa 25,7% landsmanna á ÍNN. Þetta er töluverð aukning frá því í desember en þá mældist áhorf 18,6%.

 Þátturinn Kynferðislegt áreiti á vinnustað sem sýndur var í gærkvöldi er kominn á visir.is


Er þöggun ennþá hinn ískaldi veruleiki?

Kynferðislegt áreiti á vinnustöðum Í nærveru sálar í kvöld á ÍNN
Brynhildur G. Flóvez, lögfræðingur er gestur þáttarins.

Meðal umfjöllunarefnis:

-Algengar birtingarmyndir kynferðislegs áreitis
-Hver ákveður viðmiðið?
-Hvernig eru lögin og er þeim almennt séð framfylgt?
-Skylda stjórnenda er að tryggja öryggi og velsæmi á vinnustað. Hvernig geta þeir gert það svo vel sé?
-Fyrirbyggjandi aðgerðir, forvarnir.
-Hver hefur þróunin verið og hversu hratt miðar?
-Hvað getur sá gert sem telur sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað?
-Hvað ef yfirmaður er gerandi?
-Hlutverk stéttarfélaga og Vinnueftirlitsins.
-Hvað vantar til að hægt sé að tryggja að mál sem upp koma verði fullunnin?
-Afleiðingar ...., eitt tilvik nægir til að kollvarpa tilverunni.
-Eru einhverjar rannsóknarniðurstöður?


Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum

Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum Í nærveru sálar annað kvöld.
Brynhildur G. Flovez, lögfræðingur stefnir að því að koma í viðtal og ræða m.a. um hvar við sem samfélag stöndum í þessum málum.

Lögin eru skýr en er verið að vinna samkvæmt þeim?
Þarf kannski að kynna þau betur?

Svör við þessari spurningu og mörgum öðrum þessu tengdu fáum við vonandi að heyra á ÍNN annað kvöld kl. 21:30


Svar við spurningu 2 komið. Hvert á að vísa foreldrum...

Svar hefur borist frá Félags- og tryggingarmálaráðuneytinu er varðar spurninguna hvert eigi að vísa foreldrum sem hafa ekki vegna fjárhagserfiðleika ráð á að leyfa barni sínu (börnum) að stunda áfram íþróttir/tómstundir.

Svarið er: Vísa verður þeim til félagsþjónustu í því sveitarfélagi þar sem fjölskyldan á lögheimili.

Það er gott fyrir okkur fagaðila og aðra sem vinna með börnum og foreldrum að vita þetta. Gera má ráð fyrir að viðkomandi félagsþjónusta taki vel á móti þessum foreldrum, skoði mál þeirra og finni leið með þeim til að barnið (börnin) geti áfram lagt stund á íþróttir og aðrar tómstundir.


Tvær spurningar

Það er mikið talað og ekki ætla ég að vanmeta það sem gert hefur verið síðustu mánuði í þágu fjölskyldufólks þótt endalaust megi deila um hvort framkvæmt hafi verið nógu hratt og nógu mikið. Mér er jafnframt umhugað um að framkvæmdir séu samræmdar og vel sé farið með fé skattborgara. Með öðrum orðum velti ég því fyrir mér hvort það sé ekki alveg á hreinu að hægri höndin viti hvað sú vinstri er að gera og öfugt?

Ég sendi í dag starfsmanni félagsmálaráðuneytisins sem hefur að gera með þennan málaflokk skeyti þar sem ég spyr um tvennt:

1. Upplýsingar um starfshópa/nefndir (innan ráðuneytana) sem hafa verið settar á laggirnar til að fylgjast með hag barnafjölskyldna í kreppunni og sem t.d. er ætlað að komi með tillögur um hvernig bregðast skuli við vanda fjölskyldna vegna efnahagsástandsins. 

2.  Hvert á að vísa foreldrum sem hafa vegna fjárhagserfiðleika t.d. ekki lengur efni á að leyfa barni sínu (börnum) að stunda áfram tómstundir/íþróttir?

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband