Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2009
Er ţöggun ennţá hinn ískaldi veruleiki?
6.4.2009 | 16:01
Kynferđislegt áreiti á vinnustöđum Í nćrveru sálar í kvöld á ÍNN
Brynhildur G. Flóvez, lögfrćđingur er gestur ţáttarins.
Međal umfjöllunarefnis:
-Algengar birtingarmyndir kynferđislegs áreitis
-Hver ákveđur viđmiđiđ?
-Hvernig eru lögin og er ţeim almennt séđ framfylgt?
-Skylda stjórnenda er ađ tryggja öryggi og velsćmi á vinnustađ. Hvernig geta ţeir gert ţađ svo vel sé?
-Fyrirbyggjandi ađgerđir, forvarnir.
-Hver hefur ţróunin veriđ og hversu hratt miđar?
-Hvađ getur sá gert sem telur sig hafa orđiđ fyrir kynferđislegu áreiti á vinnustađ?
-Hvađ ef yfirmađur er gerandi?
-Hlutverk stéttarfélaga og Vinnueftirlitsins.
-Hvađ vantar til ađ hćgt sé ađ tryggja ađ mál sem upp koma verđi fullunnin?
-Afleiđingar ...., eitt tilvik nćgir til ađ kollvarpa tilverunni.
-Eru einhverjar rannsóknarniđurstöđur?
Kynferđisleg áreitni á vinnustöđum
5.4.2009 | 10:24
Kynferđisleg áreitni á vinnustöđum Í nćrveru sálar annađ kvöld.
Brynhildur G. Flovez, lögfrćđingur stefnir ađ ţví ađ koma í viđtal og rćđa m.a. um hvar viđ sem samfélag stöndum í ţessum málum.
Lögin eru skýr en er veriđ ađ vinna samkvćmt ţeim?
Ţarf kannski ađ kynna ţau betur?
Svör viđ ţessari spurningu og mörgum öđrum ţessu tengdu fáum viđ vonandi ađ heyra á ÍNN annađ kvöld kl. 21:30
Svar viđ spurningu 2 komiđ. Hvert á ađ vísa foreldrum...
3.4.2009 | 11:03
Svar hefur borist frá Félags- og tryggingarmálaráđuneytinu er varđar spurninguna hvert eigi ađ vísa foreldrum sem hafa ekki vegna fjárhagserfiđleika ráđ á ađ leyfa barni sínu (börnum) ađ stunda áfram íţróttir/tómstundir.
Svariđ er: Vísa verđur ţeim til félagsţjónustu í ţví sveitarfélagi ţar sem fjölskyldan á lögheimili.
Ţađ er gott fyrir okkur fagađila og ađra sem vinna međ börnum og foreldrum ađ vita ţetta. Gera má ráđ fyrir ađ viđkomandi félagsţjónusta taki vel á móti ţessum foreldrum, skođi mál ţeirra og finni leiđ međ ţeim til ađ barniđ (börnin) geti áfram lagt stund á íţróttir og ađrar tómstundir.
Tvćr spurningar
1.4.2009 | 19:42
Ţađ er mikiđ talađ og ekki ćtla ég ađ vanmeta ţađ sem gert hefur veriđ síđustu mánuđi í ţágu fjölskyldufólks ţótt endalaust megi deila um hvort framkvćmt hafi veriđ nógu hratt og nógu mikiđ. Mér er jafnframt umhugađ um ađ framkvćmdir séu samrćmdar og vel sé fariđ međ fé skattborgara. Međ öđrum orđum velti ég ţví fyrir mér hvort ţađ sé ekki alveg á hreinu ađ hćgri höndin viti hvađ sú vinstri er ađ gera og öfugt?
Ég sendi í dag starfsmanni félagsmálaráđuneytisins sem hefur ađ gera međ ţennan málaflokk skeyti ţar sem ég spyr um tvennt:
1. Upplýsingar um starfshópa/nefndir (innan ráđuneytana) sem hafa veriđ settar á laggirnar til ađ fylgjast međ hag barnafjölskyldna í kreppunni og sem t.d. er ćtlađ ađ komi međ tillögur um hvernig bregđast skuli viđ vanda fjölskyldna vegna efnahagsástandsins.
2. Hvert á ađ vísa foreldrum sem hafa vegna fjárhagserfiđleika t.d. ekki lengur efni á ađ leyfa barni sínu (börnum) ađ stunda áfram tómstundir/íţróttir?