Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Að stjórnmálamenn ákveði vexti sagði formaður Framsóknarflokksins
23.4.2009 | 12:18
Tímabært að stjórnmálamenn taki ákvörðun um vexti sagði formaður Framsóknarflokksins.
Þessi tillaga er algerlega út í hött. Það er afar mikilvægt að treysta sjálfstæði Seðlabankans og fagaðila um stjórn peningamála og vaxtastefnu hér á landi. Það getur verið að allir séu ekki sammála eða ánægðir með ákveðnar aðgerðir eða vaxtastefnu, enda fer það oft eftir hagsmunum mismunandi aðila. En að ætla að fela þetta í hendur stjórnmálamanna væri glapræði og myndi rýra svo trúverðugleika Íslands að afleiðingarnar gætu orðið mjög alvarlegar. Að koma fram með svona fullyrðingu nokkrum dögum fyrir kosningar í von um að snapa atkvæði er að mínu mati vanhugsað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook
www.sammala.is
20.4.2009 | 23:20
Ég vil að um þann samning verði rætt á opinn, upplýsandi og fordómalausan máta og hann síðan borinn undir þjóðina í atkvæðagreiðslu til samþykktar eða synjunar.
Þess vegna hef ég skráð mig á www.sammala.is
Telji ég að innihald aðildarsamningsins muni ekki þjóna heildarhagsmunum íslensku þjóðarinnar mun ég ekki hika við að greiða atkvæði gegn honum.
Internetið eins og stórborg án löggæslu.
20.4.2009 | 10:57

Netinu má líkja við stórborg sem er meira og minna án löggæslu.
Þúsundir barna á Íslandi hafa aðgang að Netinu. Fjölmörg hafa aldrei fengið neinar leiðbeiningar um hvernig umgangast skal þessa stórborg og hvernig þeim ber að sneiða hjá öngstrætum hennar. Fjölmörg börn vafra um götur Internetsins án nokkurs eftirlits.
-Einelti á Netinu er vaxandi vandamál. Sumar síður eru stútfullar af óhróðri og níði sem börn og unglingar skrifa um hvert annað.
-Dæmi eru um að ungar stúlkur sem ekki hafa fengið fræðslu og leiðbeiningar um Netið setji myndir af sjálfum sér inn á Netið þar sem þær eru jafnvel fáklæddar og í ögrandi stellingum með alvarlegum afleiðingum.
- Forvarnir, hlutverk foreldra og fleira verður tekið fyrir með Þóri Ingvarssyni, rannsóknarlögreglumanni í þættinum Í nærveru sálar í kvöld., að þessu sinni er hann sýndur kl. 20.30 og endursýndur kl. 22.30.
Þátturinn er annars að öllu jöfnu sýndur á mánudögum kl. 21.30.
Myndskreyttar líkkistur, af hverju ekki?
20.4.2009 | 09:18
Líkkistuverslunin Íslandskistur bjóða upp á myndskreyttar líkkistur. Engin lög gilda um útlit líkkistna en eftir er að sjá hvernig þessi nýjung leggst í fólk.
Af hverju ætti ekki hverjum sem er, hvort heldur sá sem bíður dauðans eða ástvinir hins látna, að velja útlit kistunnar?
Eðlilegast er að hinn látni skilji eftir sig ósk um myndskreytingu en stundum hefur viðkomanda ekki gefist tækifæri á slíku og þá kemur það í hlut ástvina og fjölskyldunnar að gera það.
Einu sinni voru allar líkkistur á Íslandi svartar, svo bættist hvíti liturinn við og nú er fjölbreyttnin mikil, sérstaklega í öðrum löndum.
Frumkvöðlarnir, Stefán og Sveinn hjá Íslandskistum, segja að það sé vissulega mikilvægt að skreytingarnar særi ekki blygðunarsemi þeirra sem eru við útförina.
Það er nefnilega hægt að fara með þetta, eins og allt annað, út í öfgar.
Gott fyrir stjórnmálamenn og kjósendur að vita
19.4.2009 | 13:45
Við tiltekt fann ég gamlar glósur frá Uppeldis- og kennslufræðináminu við HÍ árið 1992.
Hér koma nokkrir punktar eflaust úr æfingarnámsefni um Viðhorf og viðhorfabreytingar:
Þetta gæti gagnast kjósendum að vita.
Ef um er að ræða persónulegan smekk eða gildismat hefur sá sem líkist okkur mestu áhrifin.
Ef um er að ræða staðreyndir þá hefur sá sem er ólíkur okkur frekar áhrif á skoðanir okkar.
Gott fyrir stjórnmálamennina að vita þetta:
Betra er að kynna báðar hliðar málsins ef áheyrendur eru gagnrýnir og meðvitaðir.
Önnur hliðin nægir ef áheyrendur eru jákvæðir og lítið meðvitaðir.
Þurfa að koma til auknir ríkisstyrkir til þess að tryggja nauðsynlega matvælaframleiðslu hér á landi?
16.4.2009 | 13:58
Þurfa að koma til auknir ríkisstyrkir til þess að tryggja nauðsynlega matvælaframleiðslu hér á landi?,
spurði Gísli Einarsson, fréttamaður Harald Benediktsson, formann Bændasamtakanna í fréttum í gær, eins og honum þætti fátt jafn eðlilegt og að auka ríkisstyrki til landbúnaðarmála.
Vegna þess að nú ríkja breyttar aðstæður, liggur fyrir að styrkjaveitinga og ríkisstyrkir almennt séð í hvaða tilgangi sem þær kunna að vera hugsaðir, eru ekki lengur sjálfgefnir. Þess spurning Gísla hljómaði sérkennilega og var hreinlega úr takti við ríkjandi raunveruleika.
Kannski er þetta ekki rétt ályktun og að spurning Gísla hafi átt ágætlega við í þessu viðtalssamhengi.
Formaður Bændasamtakanna svaraði þessari spurningu reyndar ágætlega eða eitthvað á þá leið að það hefði nú dregið úr ríkisstyrkjum og sú hugmynd þeirra um að breyta búvörusamningum með það fyrir augum að auka stöðugleika og tryggja fæðuöryggi hér heima, þyrfti ekki að fela í sér aukna fjármuni. Sjá meira um þetta hér Landbúnaður skiptir máli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.4.2009 kl. 16:45 | Slóð | Facebook
Allt upp á borð fyrir kosningar
14.4.2009 | 20:47
Alþingiskosningar eru eftir tæpar tvær vikur. Það er alveg bráðnauðsynlegt að öll mál komi nú upp á yfirborðið sem tengjast með einhverjum hætti fjármálum stjórnmálaflokka, einstaklinga vegna prófkjörs eða eignatengslum ráðamanna af því tagi sem vafasöm kunna að þykja.
Það er slæmt ef halda áfram, eftir kosningar, að berast með reglulegu millibili einhverjar sjokkupplýsingar hvort heldur þær tengjast fjármálum flokka eða prófkjörum þingmanna.
Fáum þetta bara allt upp á yfirborðið strax.
Nú þegar skóinn kreppir að í orðsins fyllstu merkingu þurfum við að geta einbeitt okkur að því að halda áfram
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.4.2009 kl. 08:28 | Slóð | Facebook
Hópurinn VINFÚS. Allt um hann í kvöld.
13.4.2009 | 16:59
Í kvöld fjöllum við um þá sem eru félagslega einangraði, eiga t.d. enga vini og hafa hugsanlega gert tölvuna að sínum nánasta vini.
Gestir eru Hervör Alma Árnadóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður Unglingasmiðjunnar Stígs og Jón Heiðar Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Hinu Húsinu.
Hvaða úrræði eru í boði fyrir ungmenni sem eru af einhverjum orsökum einangraðir, einmana og upplifa jafnvel mikið vonleysi og kannski einnig tilgangsleysi?
Í nærveru sálar á ÍNN kl. 21.30.
Eðalgóð stjórnsýsla. Hrósa ber þeim sem hrós eiga skilið
10.4.2009 | 17:04
Þeir eru án efa margir sem standa sig vel í starfi, stjórnendur, millistjórnendur og almennir starfsmenn. Minna fer e.t.v. fyrir því að minnst sé á embætti og aðila sem skila verkefnum sínum vel og heiðarlega. Þeim sem það gera ber að hrósa.
Ég vil í þessu sambandi nefna embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu (LRH). Ég hef nokkrum sinnum haft samband við embættið og þá beint við lögreglustjórann m.a. í tengslum við stjórnarsetu mína í Íbúasamtökunum Betra Breiðholt og einnig í tengslum við öflun upplýsinga vegna undirbúnings sjónvarpsþátta og ávallt hef ég fengið skjót og góð svör.
Skýrsla Capacent-Gallup: ÍNN áhorf, mæling á vikudekkun
25,7% landsmanna horfa á ÍNN samkvæmt Capacent-Gallup.
Samkvæmt nýjust áhorfskönnun (mars) Capacent-Gallup horfa 25,7% landsmanna á ÍNN. Þetta er töluverð aukning frá því í desember en þá mældist áhorf 18,6%.
Þátturinn Kynferðislegt áreiti á vinnustað sem sýndur var í gærkvöldi er kominn á visir.is
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook